Úthlutað hefur verið úr Afrekssjóði FRÍ fyrir árið 2024. Að þessu sinni var átta milljónum úthlutað til átján einstaklinga í þremur flokkum. Heildarúthlutun ársins nemur því tuttugu milljónum. Hér er hægt að lesa reglugerð um Afreksjóð FRÍ.
Hér er frétt vegna fyrri úthlutunar úr sjóðnum frá því í maí sl.
Framúrskarandi íþróttafólk
Í þessum hópi er það íþróttafólk sem hefur með árangri sínum skipað sér í fremstu röð íþróttafólks í heiminum. Íþróttafólk sem nær sæti í úrslitakeppni á stórmótum (ÓL/HM/EM) og/eða enda á meðal 12 fremstu á mótinu. Íþróttafólk sem nær að vera á meðal 40 fremstu á heimslista (e. ranking) Alþjóða frjálsíþróttasambandsins og/eða 16 fremstu á lista evrópska frjálsíþróttasambandsins (EAA), utanhúss í lok keppnistímabils. Einnig það íþróttafólk sem nær að vera á meðal 12 fremstu á lista evrópska frjálsíþróttasambandsins, innanhúss í lok keppnistímabils. Hér er horft til þeirra greina sem keppt er í á HM/EM innan- eða utanhúss.
Daníel Ingi Egilsson I FH I Lang- og þrístökk
Daníel setti glæsilegt Íslandsmet í langstökki á NM, í maí sl., með stökki uppá 8.21 m sem gefur 1184 stig og var beint lágmark inn á EM í Róm. Þessi árangur Daníels setur hann í 5. sæti á lista EAA (evrópska frjálsíþróttasambandið) yfir einstakt afrek. Hann endaði í 15. sæti á EM og var aðeins hársbreidd frá úrslitum.
Elísabet Rut Rúnarsdóttir I ÍR I Sleggjukast
Elísabet kastaði sleggjunni 70,47 m og sigraði á lokamóti NCAA (bandaríska háskólameistaramótið), í júní sl., og setti glæsilegt Íslandsmet í leiðinni og var það í þriðja sinn á tímabilinu sem hún bætti eigið Íslandsmet. Hún var með tilskilið lágmark á sæti fyrir EM í Róm og endaði þar í 15. sæti. Meðaltal fimm bestu móta gefur Elísabetu 1138 stig og er hún í 36. sæti á heimslista Alþjóða frjálsíþróttasambandsins.
Sindri Hrafn Guðmundsson I FH I Spjótkast
Sindri bætti sinn besta árangur og kastaði spjótinu lengst 82,55 m á MÍ í sumar, sem gefur 1137 stig og 17. sæti á lista EAA yfir einstakt afrek. Sindri var með tilskilið lágmark á sæti á EM í Róm og endaði þar í 20. sæti. Meðaltal fimm bestu móta gefur Sindra 1162 stig og er hann í 33. sæti á heimslista Alþjóða frjálsíþróttasambandsins.
Hilmar Örn Jónsson I FH I Sleggjukast
Hilmar kastaði sleggjunni lengst 75.79 m sem gefur 1137 stig og 22. sæti á lista EAA yfir einstakt afrek. Hilmar var með tilskilið lágmark á sæti á EM í Róm og endaði þar í 24 sæti. Meðaltal fimm bestu móta gefur Hilmari 1163 stig og er hann í 39. sæti á heimslista Alþjóða frjálsíþróttasambandsins.
Afreksfólk FRÍ
Í þessum hópi er það íþróttafólk sem hefur náð hafa náð lágmarki Alþjóða frjálsíþróttasabandsins/evrópska frjálsíþróttasambandsins til keppni á stórmóti, þ.e. EM, HM, ÓL í fullorðinsflokki og/eða þau sem við lok keppnisárs standa í 75. sæti eða hærra á árslista Alþjóða frjálsíþróttasambandsins eða 50. sæti eða hærra á árslista evrópska frjálsíþróttasambandsins, utanhúss í lok keppnistímabils. Einnig það íþróttafólk sem nær að vera á meðal 25 fremstu á lista evrópska frjálsíþróttasambandsins innanhúss í lok keppnistímabils. Hér er horft til þeirra greina sem keppt er í á HM/EM innan- eða utanhúss.
Einnig það íþróttafólk sem nær 1100 stigum eða fleirum á stigalista Alþjóða frjálsíþróttasambandsins (allar greinar) og/eða afreksefni sem komast í úrslit á EM eða HM U23/U20.
Aníta Hinriksdóttir I FH I 800-1500 m
Andrea Kolbeinsdóttir I ÍR I 3000 m – maraþon, utanvega- og götuhlaup
Baldvin Þór Magnússon I UFA I 1500-5000 m
Birna Kristín Kristjánsdóttir I Breiðablik I Langstökk
Erna Sóley Gunnarsdóttir I ÍR I Kúluvarp
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir I ÍR I Spretthlaup
Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir I ÍR I Sleggjukast
Guðni Valur Guðnason I ÍR I Kringlukast
Hlynur Andrésson I ÍR I 3000 m – maraþon
Irma Gunnarsdóttir I FH I Lang- og þrístökk
Kolbeinn Höður Gunnarsson I FH I Spretthlaup
Afreksefni FRÍ
Í þessum hópi er það íþróttafólk sem hefur náð lágmarki Alþjóða frjálsíþróttasabandsins/evrópska frjálsíþróttasambandsins til keppni á stórmóti ungmenna, þ.e. EM U23, U20, U18 og HM U20, U18.
Arnar Logi Brynjarsson I ÍR I Spretthlaup
Arndís Diljá Óskarsdóttir I FH I Spjótkast
Birna Jóna Sverrisdóttir I ÍR I Sleggjukast
Birta María Haraldsdóttir I FH I Hástökk
Elísabet Rut Rúnarsdóttir I ÍR I Sleggjukast
Eir Hlésdóttir I ÍR I Spretthlaup
Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir I ÍR I Sleggjukast
Hera Christensen I FH I Kringlukast
Ísold Sævarsdóttir I FH I Fjölþraut
Júlía Kristín Jóhannesdóttir I Breiðablik I Spretthlaup/grindahlaup