Úthlutað hefur verið úr Afrekssjóði FRÍ fyrir árið 2024. Að þessu sinni var úthlutað um 12 milljónum á eftirfarandi einstaklinga í þremur flokkum. Hægt er að lesa reglugerð um Afrekssjóð FRÍ hér.
Framúrskarandi íþróttafólk
Guðni Valur Guðnason I Kringlukast
Guðni Valur átti frábært ár í fyrra. Keppti á HM sem fór fram í Búdapest og hafnaði í 22. sæti. Hann var þrijði á Evrópubikar í Póllandi, sigraði á Bottnarydskastet í Svíþjóð og varð Norðurlandameistari í Kaupmannahöfn. Hans lengsta kast á árinu var í byrjun tímabilsins, 64,80 m. á Vormóti ÍR. Hann var valinn Frjálsíþróttamaður ársins 2023 og var með stigahæsta afrekið, 1149 stig.
Hilmar Örn Jónsson I Sleggjukast
Hilmar Örn átti einnig frábært ár í fyrra. Hann kastaði lengst 74,77 m. árið 2023 og var það á Bottnarydskasted í Bottnaryd, Svíþjóð þar sem hann hafnaði í fyrsta sæti. Hann keppti á nokkrum stórum mótum eins og Kip Keino Classic í Kenya og var fjórði með kast upp á 74,11 m. Einnig keppti hann á NM í Köben, Evrópubikar og HM í Búdapest.
Afreksfólk FRÍ
Baldvin Þór Magnússon l UFA l Millivegalengda – og langhlaup
Erna Sóley Gunnarsdóttir l ÍR l Kúluvarp
Hlynur Andrésson l ÍR l Millivegalengda – og langhlaup
Daníel Ingi Egilsson l FH l Langstökk
Kolbeinn Höður Gunnarsson l FH l Spretthlaup
Dagbjartur Daði Jónsson l ÍR l Spjótkast
Sindri Hrafn Guðmundsson l FH l Spjótkast
Aníta Hinriksdóttir l FH l Millivegalengdahlaup
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir l ÍR l Spretthlaup
Elísabet Rut Rúnarsdóttir l ÍR l Sleggjukast
Irma Gunnarsdóttir l FH l Langstökk og þrístökk
Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir l ÍR l Sleggjukast
Andrea Kolbeinsdóttir l ÍR l Langhlaup
Afreksefni FRÍ
Birta María Haraldsdóttir l FH l Hástökk
Eir Chang Hlésdóttir l ÍR l Spretthlaup
Birna Jóna Sverrisdóttir l ÍR l Sleggjukast
Hera Christensen l FH l Kringlukast
Arndís Diljá Óskarsdóttir l FH l Spjótkast
Arnar Logi Brynjarsson l ÍR l Spretthlaup
Ísold Sævarsdóttir l FH l Þraut