Norðurlandameistaramótið í eldri aldursflokkum fer fram um helgina

Penni

2

min lestur

Deila

Norðurlandameistaramótið í eldri aldursflokkum fer fram um helgina

Það er góður hópur íslenskra frjálsíþróttakempna sem er á leiðinni til Noregs að taka þátt í Norðurlandameistaramótinu í eldri aldursflokkum sem fram fer í Osló núna um helgina, 14.-16. ferbúar.

Eins og við sáum í upphafi árs þá er ákveðin gróska í masters frjálsíþróttum á Íslandi, sem er virkilega gaman að sjá. En metþátttaka var á Meistaramóti Íslands í eldri aldursflokkum í ár, sjá nánar hér.

Það eru 12 Íslendingar skráðir til leiks á NM í ár og Hafsteinn Óskarsson, formaður Mastersráðs FRÍ, á von á því að einhver þeirra lendi á palli og eigi jafnvel góða möguleika á Norðurlandameistaratitli.

Keppendur í ár koma frá fimm félögum, taka þátt í 12 greinum og keppa í 7 aldursflokkum. Yngsti íslenski keppandinn er fæddur 1983 og sá elsti 1941. Fjölbreyttur og flottur hópur hér á ferð.

  • Anna Sofia Rappich (UFA) keppir í 60 m haupi, langstökki og stangarstökki í flokki 60-64 ára.
  • Ágúst Bergur Kárason (UFA) keppir í 60 m hlaupi, 200 m hlaupi, 400 hlaupi, langstökki, þrístökki og hástökki í flokki 50-54 ára.
  • Árný Heiðarsdottir (Selfoss) keppir í hástökki, kúluvarpi og lóðkasti í flokki 70-74 ára.
  • Bergur Hallgrímsson (Breiðablik) keppir í 60 m hlaupi, 200 m hlaupi og 400 m hlaupi í flokki 40-44 ára.
  • Fríða Rún Þórðardóttir (ÍR) keppir í 400 m hlaupi, 800 m hlaupi, 1500 m hlaupi og 3000 m hlaupi í flokki 55-59 ára.
  • Hafsteinn Óskarsson (ÍR) keppir í 200 m hlaupi, 400 m hlaupi, 800 m hlaupi og 1500 m hlaupi í flokki 65-69 ára.
  • Helgi Hólm (Keflavík) keppir í kúluvarpi, hástökki og langstökki í flokki 80-84 ára.
  • Jón Bjarni Bragason (Breiðablik) keppir í kúluvarpi og lóðkasti í flokki 50-54 ára.
  • Kristinn Guðmundsson (FH) keppir í 400 m hlaupi, 800 m hlaupi, 1500 m hlaupi og 3000 m hlaupi í flokki 65-69 ára.
  • Magnús Björnsson (Breiðablik) keppir í kúluvarpi og lóðkasti í flokki 55-59 ára.
  • Páll Jökull Pétursson (Selfoss) keppir í kúluvarpi, hástökki og lóðkasti í flokki 65-69 ára.
  • Sigurður Konráðsson (FH) keppir í 200 m hlaupi, 400 m hlaupi, 800 m hlaupi, 1500 m hlaupi og 3000 m hlaupi í flokki 70-74 ára.

Heimasíðu mótsins er að finna hér.

Penni

2

min lestur

Deila

Norðurlandameistaramótið í eldri aldursflokkum fer fram um helgina

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit