ÍR-ingar bikarmeistarar 15 ára og yngri

Penni

< 1

min lestur

Deila

ÍR-ingar bikarmeistarar 15 ára og yngri

Núna rétt í þessu var lið ÍR að tryggja sér bikarmeistaratitilinn í flokki 15 ára og yngri og ÍR-ingar hlutu 125,5 stig. Í öðru sæti var lið FH með 100 stig og ekki langt á eftir þeim var lið Breiðabliks í þriðja sæti með 97,5 stig.

ÍR-ingar sigurðu bæði stigakeppnina í stúlkna-og piltaflokki. Stúlkurnar hlutu 62 stig og piltarnir 63,5 stig.

Glæsilegur árangur hjá ÍR og óskum við þeim innilega til hamingju með titilinn.

Það var eitt mótsmet sem féll á mótinu en það var í 300 m hlaupi pilta, þar hljóp Sigurður Ari Orrason á tímanum 38,20 sek, og er það einnig persónuleg bæting hjá honum Sigurði.

Eins voru sett 86 persónuleg met á mótinu.

Óskum öllum keppendum til hamingju með sinn flotta árangur.

Heildarúrslit mótsins má sjá hér.

Myndir frá mótinu munu koma inn á Flickr síðu FRÍ.

Penni

< 1

min lestur

Deila

ÍR-ingar bikarmeistarar 15 ára og yngri

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit