Hlaupasumarið fer að bresta á!

Penni

< 1

min lestur

Deila

Hlaupasumarið fer að bresta á!

Það er ekki seinna vænna en að fara að gíra sig upp fyrir komandi hlaupasumar.

Frjálsíþróttasamband Íslands minnir á vottunarferli götuhlaupa, en nánar má lesa um það hér. Tilgangur þess að votta götuhlaup með þessum hætti er að auka gæði götuhlaupa og jafna viðmið afreka þannig að ekki sé verið að bera saman epli og appelsínur.

Reglugerð um FRÍ vottuð hlaup má sjá hér, og með gildistöku hennar var lögð sú lína að einungis götuhlaup sem uppfylltu skilyrði reglugerðarinnar skyldu skráð í afrekaskrá FRÍ. Að auki eru skráð erlend afrek sem uppfylla tiltekin skilyrði og ber hver og einn hlaupari ábyrgð á að tilkynna erlend afrek til FRÍ og fá þau skráð. 

Til þess að framkvæmdaraðili fái vottun FRÍ á hlaupi þá þarf hann að uppfylla tiltekin skilyrði um framkvæmd á hlaupadag, gæði skráningar þátttakenda og afhendingu úrslita. 

Við hvetjum alla hlaupahaldara að sækja um vottum á hlaupi sínu sem allra fyrst, þannig að þátttakendur fái úrslit sín viðurkennd og skráð í afrekaskrá FRÍ. Umsókn þarf að berast með góðum fyrirvara ásamt öllum nauðsynlegum fylgigögnum sem tiltekin eru í umsókninni.

Þegar umsókn er móttekin og vottun samþykkt þá mun hlaupið bætast á lista yfir vottuð hlaup.

Penni

< 1

min lestur

Deila

Hlaupasumarið fer að bresta á!

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit