FRÍ Vottuð götuhlaup – Framkvæmd

Leiðbeiningar

PDF

Reglur og leiðbeiningar um framkvæmd utanvegahlaupa

Úrslit götuhlaupa eru ekki viðurkennd til afreka af Frjálsíþróttasambandi Íslands nema að uppfylltum skilyrðum reglugerðar um framkvæmd götuhlaupa. Í reglugerð um framkvæmd götuhlaupa er tilgreint að auk þeirra þá gilda lög og reglugerðir FRÍ, ÍSÍ og keppnisreglur World Athletics.

Reglugerð um framkvæmd götuhlaupa tók gildi 2018 og var m.a. ætlað að staðla og auka gæði götuhlaupa sem viðurkennd eru til skráningar í afrekaskrá FRÍ.

Reglugerðin og umsókn um viðurkenningu götuhlaups lýsir þeim skilyrðum sem uppfylla þarf til þess að úrslit verði viðurkennd. Framkvæmdaaðilar skulu kynna sér reglugerðina vel áður en umsóknin er fyllt út.

Umsóknarferill

Sækja þarf um viðurkenningu (vottun) götuhlaups a.m.k. fjórum vikum fyrir keppnisdag, 75 dögum fyrir keppnisdag ef hlaupahaldari vill að viðburðurinn sé skráður á Global Calendar World Athletics. Sækja skal um viðurkenningu hér: umsóknarform

FRÍ staðfestir móttöku umsóknar og úthlutar dómara af lista fullgildra götuhlaupadómara a.m.k. þremur vikum fyrir keppnisdag. Dómari yfirfer gögn og er í samskiptum við hlaupahaldara í aðdraganda viðburðar

Viðurkenning á framkvæmd götuhlaups og þar með skráning úrslita í afrekaskrá liggur ekki fyrir fyrr en dómari hefur staðfest framkvæmd hlaupsins.

Gjald vegna viðurkenningu hlaups fer samkv. gjaldskrá sambandins.

Fylgigögn umsóknar

Athugið að lágmarksfylgigögn sem þurfa að fylgja með umsókn eru:

  • Mælingarskýrsla unnin af mælingarmanni viðurkenndum af FRÍ. Athugið ef hlaupahaldari vill að hlaupið sé skráð á Global Calendar World Athletic þá þarf mælingarmaður að hafa B vottun.
  • Merkingaráætlun þ.e. kort af hlaupaleið sem sýnir staðsetningu brautarvarða og fjölda þeirra ásamt upplýsingum um staðsetningu merkjaborða, keila, skilta og vegvísa ef nauðsynlegt er, þannig að enginn vafi er á hvaða leið hlauparar eigi að fara.
  • Kort af hlaupleið sem sýnir m.a. drykkjarstöðvar og hæðarkort.
  • Leyfi til afnots af landi frá þar til bærum yfirvöldum eða einkaaðilum ef svo á við. Ef leyfi liggur ekki fyrir þá skal senda afrit af umsókn af afnotaleyfi.
  • Textalýsing um framkvæmd hlaupsins til staðfestingar á að framkvæmd sé samkvæmt reglugerðinni, sjá upptalningu í reglugerðinni og umsóknarforminu.

Keppnisdagur og að lokni keppni

Dómari á vegum FRÍ tekur út hlaupabrautina og framkvæmd hlaupsins. Dómari skilur af sér skýrslu að loknu hlaupi og staðfestir hvort framkvæmd hlaupsins fór samkvæmt reglugerð um framkvæmd götuhlaupa.

Framkvæmdaraðili ber ábyrgð á að senda úrslit til FRÍ. Úrslitum skal skilað á þessu sniðmáti. FRÍ birtir úrslit í afrekaskrá eins fljótt og unnt er.

Gjald vegna viðurkenningu hlaups fer samkv. gjaldskrá sambandins.

Viðurkenndir mælingarmenn

Fimmtán mælingarmenn eru viðurkenndir af FRÍ, en eftirfarandi gefa kost á sér til mælinga. Athugið að einungis B vottaðir mælingarmenn uppfylla skilyrði til mælinga ef skrá á viðburð á Global Calendar World Athletics.

  • Anton Örn Brynjarsson (anton@avh.is)
  • Axel Guðnason (axel.gudnason@gmail.com)
  • Helgi Björnsson (helgi@timataka.net) – B vottun
  • Hörður Halldórsson (ufsi10@hotmail.com)
  • Óskar Jakobsson (oskarj71@gmail.com)

(Síðast uppfært 25.08.22.)

Reglur og reglugerðir

Vakin er athygli á eftirfarandi reglugerðum FRÍ.

Nánari fyrirspurnir

Deila

FRÍ Vottuð götuhlaup – Framkvæmd

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit