VIKAN: Íslandsmet hjá Guðrúnu Karítas, Vetrarkastmótið á Kýpur, Nordic Congress í Reykjavík og HM framundan

Penni

3

min lestur

Deila

VIKAN: Íslandsmet hjá Guðrúnu Karítas, Vetrarkastmótið á Kýpur, Nordic Congress í Reykjavík og HM framundan

Guðrún Karítas með Íslandsmet í lóðkasti á NCAA indoor um helgina

Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir (ÍR) gerði sér lítið fyrir og tvíbætti eigið Íslandsmet í lóðkasti á bandaríska innanhúss háskólameistaramótinu (e. NCAA Indoors Championship). Hún bætti það fyrst í sínu öðru kasti þegar hún kastaði 22,83 m og bætti eldra Íslandsmet um 39 cm, en eldra met hennar var 22,44 m frá því í byrjun febrúar 2024. En hún lét sér það ekki nægja og náði risakasti í síðustu umferðinni þegar hún kastði 23,18 m og bætti Íslandsmetið aftur og tryggði sér annað sætið á mótinu. Frábær árangur hjá Guðrúnu Karítas og við sendum henni innilegar hamingjuóskir með árangurinn.

Vetrarkastmótið á Kýpur

Hið árlega Vetrarkastmót (e. European Throwing Cup) fór fram á Kýpur um helgina og þar tóku fjórir íslenskir keppendur þátt í ár.

Hera Christensen keppti í kringlukasti í U23 flokki og kastaði hún lengst 49,84 m og endaði í 10. sæti.

Guðni Valur Guðnason kastaði kringlunni lengst 56,13 m og endaði í 22. sæti.

Erna Sóley Gunarsdóttir kastaði lengst 17,30 m í kúluvarpinu sem skilaði henni 4. sæti. Þessi árangur hennar Ernu Sóleyjar er hennar fjórði besti árangur utanhúss frá upphafi.

Í sleggjukastinu kastaði Hilmar Örn Jónsson lengst 73,79 m og endaði í 13. sæti.

Nordic Congress haldið í Reykjavík á laugardaginn

Nordic Congress, sem er árlegur fundur norrænu frjálsíþróttasambandanna, var haldinn á Grand Hótel á laugardaginn. 15. mars. Þar komu saman formenn og framkvæmdarstjórar frjálsíþróttasambanda Norðurlandanna og áttu mjög góðan fund þar sem mikið var um góðar og uppbyggilegar umræður um mikilvægi þessa samstarfs. Samböndin fóru yfir stöðu frjálsíþrótta og frjálsíþróttasambandanna í sínu landi og svo voru ræddar ýmsar tillögur breytingum og umbótum. Virkilega góður og mikilvægur fundur og gott að hitta kollega og taka stöðuna og ræða málin.

Hvað er framundan?

Næstkomandi miðvikdag, 19. mars, fer fram Mottumarshlaup Krabbameinsfélagsins fram á höfuðborgarsvæðinu. Um er að ræða 5 km FRÍ vottað hlaup til stuðnings mjög góðum málstað.

Um næstu helgi, 21.-23. mars, verður heldur betur frjálsíþróttaveisla þegar heimsmeistaramótið í frjálsíþróttum fer fram í Nanjing í Kína. Að þessu sinni verður enginn íslenskur keppandi á mótinu. Sýnt verður frá HM á RÚV og RÚV2.

Penni

3

min lestur

Deila

VIKAN: Íslandsmet hjá Guðrúnu Karítas, Vetrarkastmótið á Kýpur, Nordic Congress í Reykjavík og HM framundan

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit