VIKAN: Bætir aftur eigið Íslandsmet

Penni

< 1

min lestur

Deila

VIKAN: Bætir aftur eigið Íslandsmet

Fréttir frá Bandaríkjunum

Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir (ÍR) gerði sér lítið fyrir og sló eigið Íslandsmet í lóðkasti aftur um u.þ.b. einn og hálfann meter eða 21,87 m. Fyrra metið var aðeins viku gamalt og var það 20,37 m. Þetta er einnig nýtt skólamet hjá VCU.

Birnir Vagn Finnsson (UFA) keppti í annað skipti á háskólamóti í Bandaríkjunum um helgina. Hann tók þátt í langstökki með stökki upp á 6.95 m. og grindahlaupi en hann hljóp á tímanum 8,51 sek.

Stórmót ÍR

Stórmót ÍR fór fram um helgina í Laugardalnum. Frábær skráning var á mótið eða um 750 keppendur. Hellingur af bætingum og ellefu mótsmet voru slegin, hægt er að sjá það hér.

Erna Sóley Gunnarsdóttir (ÍR) sigraði í Kúluvarpi kvenna á nýju mótsmeti. Hún kastaði kúlunni 16,68 m. en fyrra mótsmet var 14,21 m. sem Ásdís Hjálmsdóttir átti. Erna á sjálf Íslandsmetið sem er 17,92 m.

Freyja Nótt Andradóttir (ÍR) sigraði í 60m hlaupi kvenna með 16 sekúndubrotum á tímanum 7,62 sek. sem er hennar besti árangur á tímabilinu. Flottur árangur hjá henni þar sem hún er aðeins á 14 aldurs ári. 

Irma Gunnarsdóttir (FH) sigraði langstökk kvenna með yfirburðum og bætti sinn persónulega árangur um 5 cm. með stökki upp á 6,45 m. Nú er hún aðeins 9 cm frá Íslandsmeti Hafdísar Sigurðardóttur (UFA) en það er 6,54 m.

Úrslit mótsins má finna hér.

Framundan

Irma Gunnarsdóttir (FH) og Kolbeinn Höður Gunnarsson (FH) keppa á morgun á Sprint ´n´jump í Árósum. Mótið er flokkað sem brons mót á innanhússmótaröð Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, World Athletics Indoor Tour og gefur því mikilvæg auka stig sem hjálpar til við stöðu á heims- og evrópulista fyrir komandi stórmót. Dagskrá mótsins er að finna hér.

Næstu mót

DagsetningMótStaður
28. janúarAldursflokkamót HSKSelfosshöll
28. janúarUnglingamót HSKSelfosshöll
30. janúar2 Nike mótKaplakriki
4. febrúarReykjavík International GamesLaugardalshöll
10.-11. febrúarMeistaramót Íslands 11-14 áraLaugardalshöll

Penni

< 1

min lestur

Deila

VIKAN: Bætir aftur eigið Íslandsmet

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit