VIKAN: Flottur árangur í vikunni

Penni

2

min lestur

Deila

VIKAN: Flottur árangur í vikunni

Laugardaginn 17. ágúst fóru Bikarkeppnir FRÍ fram á Kópavogsvelli. Á Bikar fullorðinna var það lið FH-A sem sigraði heildarstigakeppnina með 166 stigum en þau sigruðu einnig karla og kvenna stigakeppnina. Í öðru sæti var lið ÍR með 152 stig og í þriðja sæti var lið HSK/Selfoss með 108 stig.

Hera Christensen (FH) bætti eigið aldursflokkamet í kringlukasti 18-19 ára stúlkna og Bryndís Embla Einarsdóttir (HSK/Selfoss) bætti eigið aldursflokkamet í spjótkasti (600 gr.) stúlkna 15 ára. Erna Sóley Gunnarsdóttir (ÍR) bætti eigið mótsmet í kúluvarpi og Irma Gunnarsdóttir (FH) bætti mótsmetið í langstökki. Hægt er að lesa nánar um það hér.

Lið UFA sigraði heildarstigakeppnina með 116,5 stigum á Bikar 15 ára og yngri. Í öðru sæti var lið ÍR með 114,5 stig og í þriðja sæti var lið Breiðabliks með 101 stig. HSK-A sigraði í stúlknaflokki með 72 stig og UFA sigraði í piltaflokki mðe 60,5 stig.

Sex mótsmet voru sett á mótinu en hægt er að lesa nánar um það hér.

Myndir frá mótinu eru að finna hér.

HM í eldri aldursflokkum

Heimsmeistaramótið í eldri aldursflokkum hófst þann 13. ágúst og hafa fimm Íslendingar nú þegar keppt.

  • Eiríkur Kristján Gissurarson I Stangarstökk í flokki M70 I Stökk 2,55 m. og deildi 6. sætinu með öðrum keppenda
  • Berglind Rós Bjarnadóttir I Kúluvarp í flokki W50 I Kastaði 9,58 m. og hafnaði í 23. sæti.
  • Jón Bjarni Bragason I Kringlukast í flokki M50 I Kastaði 45,19 m. og hafnaði í 9. sæti. Aðeins einu sæti frá úrslitum.
  • Berglind Rós Bjarnadóttir I Kringlukast í flokki W50 I Kastaði 23,09 m. sem er hennar besti árangur á árinu og hafnaði hún í 16. sæti.
  • Fríða Rún Þórðardóttir I 10 km I Hljóp á tímanum 39:39 mín. og hafnaði í 6. sæti.
  • Fríða Rún Þórðardóttir I 8 km Víðavangshlaup I Hljóp á tímanum 32:57 mín. og hafnaði í 9. sæti.

Jón Bjarni og Fríða eiga eftir að keppa í einni grein hvor og keppa bæði 22. ágúst. Jón Bjarni í lóðkasti kl. 12:30 á staðartíma og Fríða í 1500m hlaupi kl. 15:10 á staðartíma.

Framundan

Heimsmeistaramót U20 fer fram dagana 26.-30. ágúst í Lima í Perú. Þær Hera Christensen (FH) og Eir Chang Hlésdóttir (ÍR) keppa fyrir Íslandshönd. Hera keppir í kringlukasti og Eir í 400m hlaupi.

Næstu mót

DagsetningMótStaðsetning
21. ágústSlúttmót Selfoss (lokað mót)Selfossvöllur
23.-24. ágústAkureyrarmót UFA og Kjarnafæði NorðlenskaÞórsvöllur
26.-31. ágústHeimsmeistaramót U20Lima, Perú
28.-29. ágústBætingarmót Selfoss (lokað mót)Selfossvöllur
29. ágústHleðsluhlaupiðReykjavík

Penni

2

min lestur

Deila

VIKAN: Flottur árangur í vikunni

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit