Í dag fór 57. Bikarkeppni FRÍ fram á Kópavogsvelli. Lið FH – A sigraði með 166 stigum. Í öðru sæti var lið ÍR með 152 stig og í þriðja sæti var lið HSK/Selfoss með 108 stig.
Lokastaðan i kvennakeppninni
- FH-A // 84 stig
- ÍR // 74 stig
- Fjölnir/UMSS // 56 stig
- HSK/Selfoss // 54 stig
- UFA // 40 stig
- Breiðablik // 38 stig
- FH-B // 37 stig
Lokastaðan í karlakeppinni
- FH-A // 82 sitg
- ÍR // 78 stig
- Breiðablik // 65 stig
- UFA // 55 stig
- HSK/Selfoss // 54 stig
- Ármann // 51 stig
- Fjölnir/UMSS // 42 stig
- FH-B // 33 stig
Aldursflokkamet og mótsmet
Hera Christensen (FH) bætti eigið aldursflokkamet í flokki stúlkna 18-19 ára og mótsmet í kringlukasti í dag er hún kastaði 52,67 m. Fyrra mótsmet átti Kristín Karlsdóttir (FH) frá árinu 2023 og var það 51,56 m.
Irma Gunnarsdóttir (FH) bætti mótsmetið í langstökki kvenna er hún stökk 6,29 m. Fyrra mótsmetið átti Jóhanna Ingadóttir (ÍR) frá árinu 2009 og var það 5,89.
Erna Sóley Gunnarsdóttir (ÍR) bætti eigið mótsmet er hún kastaði 16,66 m. Fyrra met hennar var frá árinu 2019 og var það 14,85 m.
Bryndís Embla Einarsdóttir (HSK/Selfoss) bætti eigið aldursflokkamet í flokki stúlkna 15 ára með 600 gr. spjóti í dag er hún kastaði 44,75 m. Fyrra met hennar var 44,61 m.
Heildarúrslit mótsins má finna hér.
Myndir frá mótinu munu birtast hér.
Lið UFA bikarmeistarar 15 ára og yngri
14. Bikarkeppni 15 ára og yngri fór einnig fram á Kópavogsvelli í dag og var það lið UFA sem sigraði heildarstigakeppnina með 116,5 stigum. Í öðru sæti var lið ÍR með 114,5 stig og í þriðja sæti var lið Breiðabliks með 101 stig.
Í stúlknaflokki sigraði lið HSK-A og hlutu þær 72 stig. Í piltaflokki sigraði lið UFA og hlutu þeir 60,5 stig.
Mótsmet og aldursflokkamet
Bryndís Embla Einarsdóttir (HSK/Selfoss) bætti eigið aldursflokkamet í flokki stúlkna 15 ára með 400 gr. spjóti er hún kastaði 48,79 m. Fyrra met hennar var 44,61 m. Fyrra metið var 48,11 m. sem Sigrún Fjeldsted Sveinsdóttir (FH) frá árinu 1998. Einnig var þetta mótsmet en fyrra mótsmetið átti hún sjálf frá árinu 2023 og var 43,68 m.
- Arnar Helgi Harðarson (UFA) I 80m hlaup pilta 15 ára og yngri I 9,64 sek.
- Arnar Helgi Harðarson (UFA) I 300m hlaup pilta 15 ára og yngri I 40,44 sek.
- Benedikt Gunnar Jónsson (ÍR) I Kúluvarp (4 kg.) pilta 15 ára og yngri I 16,87 m.
- Bryndís María Jónsdóttir (ÍR) I 80m hlaup stúlkna 15 ára og yngri I 10,71 sek.
- Tobías Þórarinn Matharel (UFA) I 100m grind (84 cm.) pilta 15 ára og yngri I 13,78 sek.
Heildarúrslit mótsins má finna hér.