Erna Sóley Gunnarsdóttir (ÍR) keppti á sínum fyrstu Ólympíuleikum fimmtudaginn 8. ágúst. Hún er fyrsta íslenska konan til að keppa í kúluvarpi á leikunum og stóð sig með glæsibrag. Hún hafnaði í tuttugasta sæti með kasti upp á 17,39 m. Hægt er að lesa nánar um Ernu á Ólympíuleikunum hér og hér.
Um helgina fór fram Norðurlandameistaramót U20 ára á Tårnby Stadion rétt fyrir utan Köben. Þrír Íslendingar náðu á pall. Eir Chang Hlésdóttir með gull í 200m og brons í 400m, Guðjón Dunbar D. Þorsteinsson með brons í þrístökki og Hera Christensen með gull í kringlukasti. Hægt er að lesa nánar um gengi íslenska liðsins hér.
Framundan
Á morgun, 13. ágúst hefst HM í eldri aldursflokkum í Gautaborg í Svíþjóð. Mótið stendur yfir í tæplega tvær vikur en síðasti dagur mótsins er 25. ágúst. Níu keppendur frá Íslandi taka þátt: Berglind Rós Bjarnadóttir, Bergur Hallgrímsson, E.Kristján Gissurarson, Fríða Rún Þórðardóttir, Hafsteinn Óskarsson, Jón Bjarni Bragason, Pétur Sturla Bjarnason, Skúli Guðbjarnarson og Sverrir Ólafsson. Heimasíðu mótsins er að finna hér.
Laugardaginn næsta, 17.ágúst, verða Bikarkeppnir FRÍ haldnar á Kópavogsvelli. Á 14. Bikarkeppni FRÍ 15 ára og yngri eru sjö pilta lið og átta stúlknalið skráð til leiks og á 57. Bikarkeppni FRÍ fullorðinna eru átta karlalið og sjö kvennalið skráð.
Næstu mót
Dagsetning | Mót | Staðsetning |
---|---|---|
12.-13. ágúst | Héraðsmót | Selfossvöllur |
13.-25. ágúst | HM utanhúss í eldri aldursflokkum | Gautaborg, Svíþjóð |
17. ágúst | Bikarkeppnir FRÍ | Kópavogsvöllur |
23.-24. ágúst | Akureyrarmót UFA og Kjarnafæði Norðlenska | Þórsvöllur |
26.-31. ágúst | Heimsmeistaramót U20 | Lima, Perú |