Erna Sóley hefur lokið keppni á Ólympíuleikunum en hún er fyrst íslenskra kvenna til að keppa í kúluvarpi á leikunum. Hennar lengsta kast kom í annari umferð og var 17,39 m. Kastserían hennar var mjög jöfn. Fyrsta kast var 17,34 m., annað kast var 17,39 m. og þriðja kast 17,29 m.
Erna varð ellefta í sínum kasthópi og tuttugasta í heildina. Hún var átta sætum frá úrslitum þar sem tólf komast áfram. Úrslitin eru að finna hér.
Erna Sóley á Íslandsmetið í greininni bæði innan og utanhúss. Hún bætti utanhúss met sitt fyrr í sumar á Meistaramóti Íslands með kasti upp á 17,91 m. sem er aðeins sentimeter frá innanhúss meti hennar.
Frábær árangur hjá Ernu á hennar fyrstu Ólympíuleikum, til hamingju Erna Sóley.