Tvö gull og tvö brons á NM U20

Penni

< 1

min lestur

Deila

Tvö gull og tvö brons á NM U20

Keppni á NM U20 er lokið og náðu íslensku keppendurnir tveimur gullverðlaunum og tveimur bronsverðlaunum. Hera Christensen (FH) varð Norðurlandameistari í kringlukasti og kastaði lengst 50,62 m. Eir Chang Hlésdóttir (ÍR) varð Norðurlandameistari í 200m hlaupi. Hún hljóp á tímanum 24,30 sek. sem er persónulegt met. Einnig nældi hún sér í brons í 400m hlaupi er hún hljóp á tímanum 55,56 sek. Guðjón Dunbar D. Þorsteinsson (Breiðablik) hafnaði í þriðja sæti í þrístökki með stökki upp á 14,49 m. í ólöglegum vind (+2,6). Annað stökk hans í stökkröðinni var 14.47 m. í löglegum vind (+0.5) sem er persónulegt met.

Heildarúrslit íslenska liðsins:

Hera Christensen / Kringlukast / 50,62 m. / 1. sæti

Eir Chang Hlésdóttir / 200m / 24,30 sek. pb / 1. sæti

Eir Chang Hlésdóttir / 400m / 55,56 sek. / 3. sæti

Guðjón Dunbar D. Þorsteinsson / Þrístökk / 14.49w (+2.6) PB (14.47) / 3. sæti

Hekla Magnúsdóttir / Kúluvarp / 12,30 m. pb / 5. sæti

Marsibil Þóra Í. Hafsteinsdóttir / Hástökk / 1,65 m. / 6. sæti

Guðjón Dunbar D. Þorsteinsson / Langstökk / 6,91 m. (+1.7) pb / 6. sæti

Grétar Björn Unnsteinsson / Stangastökk / 3,70 m. / 7. sæti

Sara Kristín Lýðsdóttir / Þrístökk / 11,63 m. (+1.6) / 7. sæti

Birna Jóna Sverrisdóttir / Sleggjukast / 46,92 m. / 8. sæti

Daníel Breki Elvarsson / Spjótkast / 55,07 m. (pb) / 8. sæti

Júlía Kristín Jóhannesdóttir / 100m grind / 14,34 sek. (+1,2) / 8. sæti

Heildarúrslit mótsins má finna hér.

Penni

< 1

min lestur

Deila

Tvö gull og tvö brons á NM U20

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit