VIKAN: Arnar og Andrea með tvo Íslandsmeistaratitla í vikunni

Penni

2

min lestur

Deila

VIKAN: Arnar og Andrea með tvo Íslandsmeistaratitla í vikunni

Þriðjudaginn 2. júlí fór Ármannshlaupið fram sem var jafnframt MÍ í 10 km götuhlaupi. Andrea Kolbeinsdóttir (ÍR) sigraði kvennamegin og Arnar Pétursson (Breiðablik) var fyrstur í mark karlamegin. Hægt er að lesa nánar um hlaupið hér og heildarúrslit má finna hér.

Í ljós kom að brautin var ekki rétt mæld, hún var 9,943 km. í stað 10 km. Úrslit og Íslandsmeistaratitlar munu standa en árangur hlaupara mun ekki vera skráður í afrekaskrá FRÍ.

Akureyrarhlaupið fór fram tveimur dögum seinna eða fimmtudaginn 4. júlí. Samhliða Akureyrarhlaupinu var MÍ í hálfu maraþoni. Þar sigraði Andrea Kolbeinsdóttir (ÍR) á tímanum 1:15,59 klst. sem er bæting en fyrra met hennar var 1:17,42 klst. Þetta er annar besti tími frá upphafi. Martha Ernstsdóttir á Íslandsmetið sem er 1:11:40 klst. frá árinu 1996. Karlamegin sigraði Arnar Pétursson (Breiðablik) en hann hljóp á tímanum 1:09,07 klst. Hægt er að lesa nánar um það hér og heildarúrslit má finna hér.

Grand Prix í Karlstad

Grand Prix fór fram í vikunni í Karlstad í Svíþjóð, þar voru þrír íslendingar meðal keppenda; Embla Margrét Hreimsdóttir (FH), Fjölnir Brynjarsson (FH) og Ingibjörg Sigurðardóttir (ÍR). Embla hljóp 800m á 2:16,57 mín og var fyrst í C riðli og í 19. sæti í heildina. Þetta er persónuleg bæting hjá henni í 800m hlaupi utanhúss, en innanhúss metið hennar er 2:13,06 mín. Fjölnir hljóp 800m á 1:55,29 mín. Hann var sjöundi í sínum riðli og í 25. sæti í heildina. Ingibjörg hljóp 400m grindahlaup á tímanum 60,00 sek. sem er persónuleg bæting og var hún fyrsta í sínum riðli og níunda í heildina.

Úrslit mótsins eru að finna hér.

Gautaborgarleikarnir fóru fram um helgina og fjöldi íslenskra liða tóku þátt. Úrslit mótsins eru að finna hér.

Framundan

Helgina 13-14. júlí fer fram MÍ 11-14 ára á Laugum. Þar verður keppt um Íslandsmeistaratitla einstaklinga og félagsliða. Þetta er tveggja daga mót sem hefst kl. 10:00 á laugardag og lýkur um kl. 16:00 á sunnudag. Tímaseðil mótsins er að finna hér.

Næstu mót

DagsetningMótStaðsetning
16. júlíHéraðsmót USAH utanhússBlönduósvöllur
16.-17. júlíUnglingamót HSK U23Selfossvöllur
18.-21. júlíEvrópumeistaramót U18Banska Bystrica, Slóvakía
27.-28. júlíMÍ í þraut, eldri aldursflokkum og 10.000mKaplakriki
31. júlíAdidas Boost hlaupiðReykjavík

Penni

2

min lestur

Deila

VIKAN: Arnar og Andrea með tvo Íslandsmeistaratitla í vikunni

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit