Arnar og Andrea Íslandsmeistarar í 10km götuhlaupi

Penni

< 1

min lestur

Deila

Arnar og Andrea Íslandsmeistarar í 10km götuhlaupi

Í kvöld fór fram Meistaramót Íslands í 10 km götuhlaupi samhliða Ármannshlaupinu. Það var Andrea Kolbeinsdóttir (ÍR) sem kom fyrst í mark í 10 km götuhlaupi kvenna. Hún kom í mark á tímanum 34:08 mín. Í öðru sæti varð Halldóra Huld Ingvarsdóttir (FH) á tímanum 35:40 mín. og Íris Anna Skúladóttir (FH) í því þriðja á tímanum 36:23 mín.

Í 10 km götuhlaupi karla var það Arnar Pétursson (Breiðablik) sem kom fyrstur í mark á tímanum 31:20 mín. í öðru sæti varð Þorsteinn Roy Jóhannsson (FH) á tímanum 31:25 mín. og í þriðja sæti varð Logi Ingimarsson (ÍR) á tímanum 33:02 mín.

Í ljós kom að brautin var ekki rétt mæld, hún var 9,943 km. í stað 10 km. Úrslit og Íslandsmeistaratitlar munu standa en árangur hlaupara mun ekki vera skráður í afrekaskrá FRÍ.

Heildarúrslit mótsins má finna hér.

Penni

< 1

min lestur

Deila

Arnar og Andrea Íslandsmeistarar í 10km götuhlaupi

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit