Uppskeruhátíð FRÍ

Uppskeruhátíð FRÍ verður haldin á laugardaginn 20.október í Bíó Paradís. Hátíðin hefst klukkan 16:30 og byrjum við á því að horfa á heimildarmyndina Stökktu um langstökkvaran og afrekskonuna Hafdísi Sigurðardóttur, en myndin er eftir Önnu Sæunni.

Einnig verður skemmtiatriði, boðið upp á léttar veitingar og veittar verða viðurkenningar fyrir afrek á árinu.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Viðburðurinn á facebook: https://www.facebook.com/events/1999465746780451/