Tvö Íslandsmet sett á MÍ í gær og FH – ingar Íslandsmeistarar félagsliða

Penni

4

min lestur

Deila

Tvö Íslandsmet sett á MÍ í gær og FH – ingar Íslandsmeistarar félagsliða

Það var lið FH sem sigraði í heildarstigakeppninni með 82 stig. Í öðru sæti var lið ÍR með 58,5 stig og lið Breiðabliks var í því þriðja með 27 stig. FH sigraði einnig í kvenna og karla keppninni.

Erna Sóley og Irma með Íslandsmet

Irma Gunnarsdóttir (FH) bætti eigið Íslandsmet í þrístökki um 21 cm. er hún stökk 13,61 m. Þrjú af sex stökkum hennar voru yfir gamla Íslandsmetinu. Þetta var einnig mótsmet hjá henni en fyrra mótsmetið átti hún frá því í fyrra og var það 13,07 m. Í öðru sæti var Sara Kristín Lýðsdóttir (FH) en hún stökk 11,64 m. sem er persónuleg bæting og í þriðja sæti var Helga Þóra Sigurjónsdóttir (Fjölnir) með stökk upp á 10,83 m. sem var einnig persónuleg bæting hjá henni.

Erna Sóley Gunnarsdóttir (ÍR) sigraði í kúluvarpi kvenna á nýju Íslandsmeti utanhúss. Hún kastaði 17,91 m. Gamla Íslandsmetið hennar var 17,39 m. og er þetta því um hálfs meters bæting. Erna á einnig Íslandsmetið innanhúss og er það sentimeter lengra eða 17,92 m. Þetta var einnig mótsmet og átti hún sjálf fyrra mótsmetið sem var 16,83 m. frá því í fyrra. Í öðru sæti var Irma Gunnarsdóttir (FH) með kast upp á 13,52 m. sem er persónuleg bæting og Hekla Magnúsdóttir (Ármann) í því þriðja með kast upp á 11,86 m.

Helga Þóra Sigurjónsdóttir (Fjölnir) sigraði í hástökki kvenna og jafnaði mótsmet Þórdísar Gísladóttur er hún stökk 1,80 m. Þetta er einnig persónuleg bæting hjá Helgu en hún átti 1,77 m. utanhúss og 1,78 m. innanhúss. Í öðru sæti var Marsibil Þóra Hafsteinsdóttir (FH) einnig með persónulega bætingu er hún stökk 1,71 m. og í þriðja sæti var María Rún Gunnlaugsdóttir (ÍR) en hún stökk 1,65 m.

Sigursteinn Ásgeirsson (ÍR) sigraði kúluvarp karla með kast upp á 16,36 m. Sindri Lárusson (UFA) var í öðru sæti með kast upp á 15,86 m. og í þriðja sæti var Ísak Óli Traustason (UMSS) með kast upp á 13,63 m.

Bjarki Rúnar Kristinnsson (Breiðablik) sigraði þrístökk karla með stökk 14,43 m. sem er persónuleg bæting utanhúss en hann átti 14,34 m. Innanhúss á hann 14,55 m. frá því í byrjun árs. Í öðru sæti var Egill Atlason Waagfjörð (Katla) með stökk upp á 12,69 m. og í þriðja sæti var Tobías Þórarinn Matharel (UFA) með stökk upp á 12,49 m.

Ívar Kristinn Jasonarson (ÍR) sigraði 400 m. grindahlaup karla með miklum yfirburðum en hann hljóp á tímanum 53,60 sek. en hann á best 51,43 sek. Í öðru sæti var Kjartan Óli Ágústsson (Fjölnir) á tímanum 1:00,59 mín. og í þriðja sæti var Pétur Óli Ágústsson (Fjölnir) á tímanum 1:01,80 mín. sem er persónuleg bæting.

Í 400m grind kvenna var aðeins einn keppendi og var það Elísabet Ósk Jónsdóttir (Breiðablik) sem varð Íslandsmeistari í greininni á tímanum 1:09,91 mín.

Kristófer Þorgrímsson (FH) kom fyrstur í mark í 200m hlaupi karla á tímanum 21,57 sek. sem er persónuleg bæting hjá honum, en hann átti best 21,75 sek. Sæmundur Ólafsson (ÍR) var annar á tímanum 22,24 sek. sem er einnig persónlueg bæting. Í þriðja sæti var Þorsteinn Pétursson (Ármann) á tímanum 22,46 sek.

Eir Chang Hlésdóttir (ÍR) sigraði 200m hlaup kvenna á tímanum 25,12 sek. en hún á best 24,46 sek. Ísold Sævarsdóttir (FH) var í örðu sæti á tímanum 25,31 sek. sem er persónuleg bæting. Í þriðja sæti var Vilhelmína Þór Óskarsdóttir (Fjölnir) á tímanum 25,75 sek. sem er einnig persónuleg bæting hjá henni.

Hanna María Petersdóttir (Fjölnir) sigraði í stangarstökki kvenna með stökk upp á 3,15 m. sem er persónuleg bæting um 15 cm. Í öðru sæti var María Helga Högnadóttir (FH) með stökk upp á 2,95 m. og í þriðja sæti var Ísold Sævarsdóttir (FH) með stökk upp á 2,85 m.

FH – ingurinn Hera Christensen sigraði kringlukast kvenna er hún kastaði 46,28 m. Hún á best 52,02 m. og er með lágmark á HM U20 sem fram fer í Perú í lok sumars. Kristín Karlsdóttir (FH) varð önnur með kast upp á 45,36 m. og Katharina Ósk Emilsdóttir (ÍR) í því þriðja með kast upp á 39,22 m.

Í 5000m hlaupi karla var það Arnar Pétursson (Breiðablik) sem sigraði á tímanum 16:01,07 mín. en hann á best 15:18,40 mín. Í öðru sæti var Logi Ingimarsson (Breiðablik) á nýju persónulegu meti, 16:11,71 mín. og í þriðja sæti var Stefán Kári Smárason (Breiðablik) á tímanum 16:17,40 mín.

Í 5000m hlaupi kvenna sigraði Andrea Kolbeinsdóttir (ÍR) á tímanum 16:59,30 mín. sem er hennar besti árangur á tímabilinu en hún á best 16:46,18 mín. Í öðru sæti var Íris Anna Skúladóttir (FH) á tímanum 17:54,41 mín. og í þriðja sæti var Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir (UFA) á tímanum 18:14,02 mín.

Það var sveit ÍR sem kom fyrst í mark í 4x400m boðhlaupi karla en hana skipuðu þeir Iwo Egill Macuga Árnason, Illugi Gunnarsson, Ívar Kristinn Jasonarson og Sæmundur Ólafsson. Þeir voru á tímanum 3:21,77 mín. Í öðru sæti var sveit Fjölnis á tímanum 3:22,67 mín. og í þriðja sæti var B-sveit Fjölnis á tímanum 3:39,85 mín.

Sveit FH kom fyrst í mark í 4x400m boðhlaupi kvenna en sveitina skipuðu Melkorka Rán Hafliðadóttir, Embla Margrét Hreimsdóttir, Íris Anna Skúladóttir og Ísold Sævarsdóttir. Þær voru á tímanum 4:03,58 mín. Í öðru sæti var sveit ÍR á tímanum 4:04,93 mín. og í þriðja sæti var sveit Fjölnis á tímanum 4:13.86 mín.

Heildarúrslit mótsins eru að finna hér.

Penni

4

min lestur

Deila

Tvö Íslandsmet sett á MÍ í gær og FH – ingar Íslandsmeistarar félagsliða

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit