Minningarmót Ólivers á Akureyri

Penni

< 1

min lestur

Deila

Minningarmót Ólivers á Akureyri

Laugardaginn 30. nóvember nk. fer Minningarmót Ólivers fram í Boganum á Akureyri. Minningarmótið er haldið í nafni Ólivers Einarsson sem lést af slysförum árið 2017, aðeins 12 ára gamall. Óliver var einn af efnilegustu frjálsíþróttaiðkendum UFA, og var hann mikill íþróttamaður, orkubolti og gleðigjafi. Óliver hefði orðið 20 ára þann 13. desember nk.

Mótið er opið öllum, boðið er upp á þrautabraut fyrir 9 ára og yngri en keppt er í greinum í flokkuð 10-11 ára upp í karla-og kvennaflokk. Húsið opnar kl. 10 og svo hefst þrautabrautin fyrir 9 ára og yngri kl. 10:30 og keppni í öðrum greinum hefst kl. 11:00.

Skráningarfrestur er til miðnættis næstkomandi miðvikudags, 27. nóvember, og skulu þær berast í gegnum mótaforritið Þór, sjá hér.

Nánari upplýsingar um mótið er að finna hér.

Penni

< 1

min lestur

Deila

Minningarmót Ólivers á Akureyri

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit