Helgina 21.-23. júní fer Meistaramót Íslands fram á Selfossvelli. Þar keppa efnilegustu ungmenni landsins um Íslandsmeistaratitla í mismunandi aldursflokkum og keppnisgreinum. Það eru um 190 keppendur skráðir frá 14 félögum. Mótið hefst kl. 18:00 á föstudag og lýkur kl. 15:00 á sunnudag.
Það var lið HSK/Selfoss sem sigraði í stigakeppni félagsliða með yfirburðum á síðasta ári og verður spennandi að sjá hvaða félag endar á toppnum í ár.
Tímaseðil, keppendalista og skráningarsíðu má finna hér.
Við hvetjum alla til þess að mæta á völlinn.