Laugardaginn 12. október mun Frjálsíþróttasamband Íslands halda Krakkaleikana í fyrsta sinn og verða þeir haldnir í Lindexhöllinni á Selfossi frá kl. 10:00 – 12:00. Krakkaleikarnir eru fyrir krakka á aldrinum 8-11 ára.
Íþróttaálfurinn mætir á svæðið kl. 10:20 og verður með sameiginlega upphitun með krökkunum áður en farið er í þrautabrautirnar. Einnig verður okkar fremsta frjálsíþróttafólk að sjálfsögðu á staðnum til þess að hvetja krakkana áfram.
Dagskráin |
---|
10:00 – 10:20 I Mæting og skipting í hópa |
10:20 – 10:35 I Upphitun með Íþróttaálfinum |
10:35 – 11:45 I Þrautabrautir |
11:45 – 12:00 I Allir fá viðurkenningarskjal fyrir þátttöku sína |
Þrautabrautirnar |
---|
Grindaboðhlaup |
50m spretthlaup |
Kraftkast |
Skutlukast |
Þrístökksboðhlaup |
Langstökk |
Hringhlaup |
Ekkert þátttökugjald er á Krakkaleikana.
Skráning fer fram hér.
Hægt er að lesa nánar um Krakkaleikana hér.