Krakkaleikarnir eru frjálsíþróttaviðburður fyrir hressa íþróttakrakka á aldrinum 8-11 ára. Krakkar takast á við 6 skemmtilegar frjálsíþróttaþrautir og fá ‘Kids’ Athletics bol’. Liturinn á bolnum táknar lið keppandans. Krakkarnir safna svo stigum fyrir sitt lið og vinna saman að því að koma sínu liði á toppinn.
Við lofum góðri stemningu með tónlist og sameiginlegri upphitun með íþróttaálfinum. Okkar fremsta frjálsíþróttafólk mætir að sjálfsögðu á staðinn til þess að hvetja krakkana áram. Í lokin fá allir viðurkenningarskjal fyrir þátttöku sína.
Fjörið verður í Lindexhöllinni á Selfossi laugardaginn 12. október frá kl. 10:00-12:00.
Ekkert þátttökugjald er á Krakkaleikana.
Skráning fer fram hér.