Langhlaupanefnd Frjálsíþróttasambands Íslands hefur valið landslið Íslands í utanvegahlaupum 2025

Mynd af heimasíðu mótsins

Penni

2

min lestur

Deila

Langhlaupanefnd Frjálsíþróttasambands Íslands hefur valið landslið Íslands í utanvegahlaupum 2025

Langhlaupanefnd FRÍ hefur valið hlaupara sem munu skipa landslið Íslands á heimsmeistaramótinu í utanvegahlaupum sem fer fram í Canfranc á Spáni næsta haust, 25.-28. september.

Keppt verður í tveimur vegalengdum, annars vegar „short trail“ sem er 45 km hlaup með 3600 m hækkun og hins vegar „long trail“ sem er 82 km hlaup með 5400 m hækkun.

Mynd af heimasíðu mótsins.

„Það er óhætt að segja að áhugi á þessu landsliðsverkefni FRÍ hafi verið gífurlegur og ánægjulegt að sjá hversu mikill vöxtur hefur átt sér stað undanfarin ár í utanvegahlaupum á Íslandi. Það eru svona verkefni, þ.e. þátttaka Íslands á HM sem og EM í utanvegahlaupum, sem ýta íslenskum hlaupurum áfram og hærra í þessari íþrótt“, segir Friðleifur Friðleifsson formaður langhlaupanefndar FRÍ.

Landsliðið 2025 er skipað okkar sterkustu utanvegahlauprum og er góð blanda af reynslumiklum hlaupurum og nýliðum í landsliðsverkefnum. Nánari upplýsingar um mótið í Canfranc má finna á heimasíðu þess. Þar er hægt að skoða hlaupaleiðir, hæðarprófíla og margt fleira.

Áfram Ísland!

Eftirtaldir hlauparar skipa landslið Íslands í utanvegahlaupum 2025:

Karlar

Long trail
  • Sigurjón Ernir Sturluson (FH)
  • Þorbergur Ingi Jónsson (UFA)
Short trail
  • Grétar Örn Guðmundsson (KR)
  • Halldór Hermann Jónsson (UFA)
  • Þorsteinn Roy Jóhannsson (FH)
Til vara
  • Guðlaugur Ari Jónsson (UFA)
  • Snorri Björnsson (FH)

Konur

Long trail
  • Andrea Kolbeinsdóttir (ÍR)
  • Guðfinna Björnsdóttir (UFA)
Short trail
  • Anna Berglind Pálmadóttir (UFA)
  • Elín Edda Sigurðardóttir (ÍR)
  • Íris Anna Skúladóttir (FH)
Til vara
  • Halldóra Huld Ingvarsdóttir (FH)
  • Steinunn Lilja Pétursdóttir (Breiðablik)

Liðsstjóri: Friðleifur Friðleifsson, formaður Langhlaupanefndar FRÍ.

Til aðstoðar: Sigurgísli Gíslason.

Penni

2

min lestur

Deila

Langhlaupanefnd Frjálsíþróttasambands Íslands hefur valið landslið Íslands í utanvegahlaupum 2025

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit