Ísold sló aldursflokkamet í sjöþraut á EM U18 í dag

Penni

< 1

min lestur

Deila

Ísold sló aldursflokkamet í sjöþraut á EM U18 í dag

Þær Birna Jóna Sverrisdóttir (ÍR), Eir Chang Hlésdóttir (ÍR) og Ísold Sævarsdóttir (FH) hafa lokið keppni á EM U18 í Banská Bystrica í Slóvakíu.

Ísold bætti aldursflokkametið í sjöþraut í flokki 16-17 ára stúlkna með meyja áhöldum. Hún hafnaði í fimmta sæti með 5643 stig.

  • 100m grindahlaup: 14,22 sek – 947 stig I Aldursflokkamet í flokki 16-17 ára
  • Hástökk: 1,63 m. – 771 stig
  • Kúluvarp: 12,89 m. pb – 720 stig
  • 200m: 25,49 sek. – 842 stig
  • Langstökk: 5,67 m. – 750 stig
  • Spjótkast: 43,20 m. pb – 729 stig
  • 800m: 2:15,63 mín. – 884 stig

Fyrra aldursflokkametið var 5520 stig sem Helga Margrét Þorsteinsdóttir átti frá árinu 2008.

Birna Jóna kastaði sleggjunni 56,70 m. Hún hafnaði í 11 . sæti í sínum kasthópi og 21. sæti í heildina.

Eir Chang hljóp á tímanum 56,18 sek. í forkeppninni, komst áfram í undanúrslit þar sem hún hljóp á tímanum 56,75 sek. og hafnaði í 17. sæti.

Birna Jóna, Ísold og Eir Chang

Heildarúrslit mótsins eru að finna hér.

Penni

< 1

min lestur

Deila

Ísold sló aldursflokkamet í sjöþraut á EM U18 í dag

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit