Brúarhlaupið fer fram laugardaginn 10. ágúst á Selfossi. Keppt verður í bæði 5 km og 10 km hlaupi en endamark þeirra beggja verður í Sigtúnsgarðinum í miðbæ Selfoss. Hlaupið verður vottað af Frjálsíþróttasambandi Íslands.
Forskráning fer fram á hlaup.is til kl. 16, föstudaginn 9. ágúst. Auk þess verður hægt að skrá sig í Landsbankanum á Selfossi frá kl. 9:00 á hlaupadag en þar verður einnig afhending keppnisgagna frá kl. 09:00 á hlaupadag.
Nánari upplýsingar um hlaupið er að finna hér.
Nokkur vottuð götuhlaup eru framundan. Ávallt er hægt að nálgast upplýsingar um vottuð hlaup hér: FRÍ Vottuð götuhlaup – Yfirlit – Frjálsíþróttasamband Íslands (fri.is)