Bronsleikar ÍR og annað hlaup víðavangshlauparaðar Fætur toga og Framfara fer fram laugardaginn næsta, 7. október.
Bronsleikar ÍR verða haldnir í Laugardalshöll, nánari upplýsingar um mótið er hægt að finna hér. Víðavangshlaupið verður haldið við Ræktunarstöð Reykjavíkur í Fossvoginum og hefst kl 10:00. Keppnisgjald fyrir hlaupið er 500kr, skráning fer fram hér hér. Nánari upplýsingar um Víðavangshlauparöð Fætur toga og Framfara má finna hér.
Mánuður í Norðurlandameistaramótið í víðavangshlaupum
Það er aðeins mánuður í NM í víðavangshlaupum. Það verður haldið 5. nóvember við tjaldsvæðið í Laugardalnum. Sterkir keppendur frá Danmörku, Noregi, Svíðþjóð og Finnlandi mæta til leiks og etja kappi við okkar bestu hlaupara.
16 dagar í Meistaramót Íslands í víðavangshlaupum
MÍ í víðavangshlaupum verður haldið 21. október. Mótið er haldið við tjaldsvæðið í Laugardal. Skráning keppenda fer fram hér og er hægt að skrá sig þar til klukkutíma fyrir fyrstu ræsingu.