Dagatal víðavangshlaupa 2023

Penni

< 1

min lestur

Deila

Dagatal víðavangshlaupa 2023

Nú fer tímabil víðavangshlaupa að hefjast og er fyrsta hlaupið laugardaginn 30. september. Víðavangshlauparöð Fætur toga og Framfara samanstendur af þremur hlaupum og eru þau með sama sniði og undanfarin ár. Hefjast kl. 10:00 á laugardagsmorgnum í september og október. Um tvær vegalengdir er að ræða, „stutt“ og „langt“ hlaup og hefst styttra hlaupið á undan. Það er yfirleitt um 1km en það lengra 6-7km. Vegalengdirnar eru settar upp með það fyrir augum að höfða til sem flestra, bæði millivegalengda- og langhlaupara sem og hlaupara á öllum aldri og getustigum.

Keppnisgjald fyrir hvert hlaup er 500 kr. Hægt verður að skrá sig í alla hlauparöðina í einu, greitt er með millifærslu en skráning fer fram hér.

Stigakeppni er í flokkum karla og kvenna, einnig drengja og stúlkna 16 ára og yngri. Þáttakendur mega og eru hvattir til að taka þátt í báðum þeim vegalengdum sem eru í boði innan dagsins og fá einstaklingar þá stig fyrir bæði hlaupin í stigakeppninni. Nánari upplýsingar veitir Burkni Helgason, burknih@gmail.com, s. 660 0078.

Dagsetningar og staðsetningar víðavangshlaupa haustið 2023:

Dagsetningar HlaupStaðsetningar
30. september Víðavangshlauparöð Fætur toga og Framfara Við Kjarrhólma í Kópavogi
7. októberVíðavangshlauparöð Fætur toga og Framfara Við Ræktunarstöð Reykjavíkur í Fossvogi
14. októberVíðavangshlauparöð Fætur toga og Framfara Við Borgarspítalann í Reykjavík
21. október MÍ í víðavangshlaupumVið tjaldsvæðið í Laugardal
5. nóvemberNorðurlandameistaramótiðVið tjaldsvæðið í Laugardal

Penni

< 1

min lestur

Deila

Dagatal víðavangshlaupa 2023

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Dæmi um leit