Baldvin Þór Magnússon hefur lokið keppni á EM í víðavangshlaupi

Penni

< 1

min lestur

Deila

Baldvin Þór Magnússon hefur lokið keppni á EM í víðavangshlaupi

Í gær, sunnudaginn 9. desember, fór Evrópumeistaramótið í víðavangshlaupi fram í Antalya í Tyrklandi. Meðal keppenda í ár var Baldvin Þór Magnússon (UFA) og endaði hann í 47. sæti á tímanum 23:36 mínútur.

Baldvin var nokkuð svekktur eftir hlaupið og fannst hann ekki ná að sýna sitt rétta andlit eftir góðar æfingar undanfarið. „Ég komst aldrei á gott rúll. Finnst ég vera búinn að taka skref áfram í æfingum og hélt að ég væri í góðum gír en tókst ekki að sýna það í dag“, sagði Baldvin þegar við heyrðum í honum eftir hlaupið.

En Baldvin er vel stemmdur fyrir komandi innanhússtímabil. „Ég held mér jákvæðum fyrir innanhússtímabilið. Sem betur fer stoppar þessi íþrótt aldrei, það eru alltaf ný markmið“, segir Baldvin að lokum.

Það var Norðmaðurinn Jakob Ingebrigtsen sem varð Evrópumeistari í karlaflokki, en hann kom í mark á tímanum 22:16 mínútum, en hann varð einnig Evrópumeistari í víðavangshlaupi 2021 og 2022. Kvennamegin var það hin ítalska Nadia Battocletti sem tók Evrópumeistaratitilinn og kom hún í mark á tímanum 25:43 mínútur.

Úrslit Evrópumeistaramótsins er að sjá hér.

Hér eru allskyns skemmtilegar fréttir frá mótinu.

Penni

< 1

min lestur

Deila

Baldvin Þór Magnússon hefur lokið keppni á EM í víðavangshlaupi

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit