Bæting á eigin aldursflokkameti á HM í eldri aldursflokkum

Penni

2

min lestur

Deila

Bæting á eigin aldursflokkameti á HM í eldri aldursflokkum

Nú er keppni á Heimsmeistaramótinu í eldri aldursflokkum lokið en það fór fram í Gautaborg í Svíþjóð. Hér að neðan er hægt að sjá úrslit íslensku keppendanna:

14. ágúst:

Eiríkur Kristján Gissurarson (Breiðablik) keppti í stangarstökki í flokki karla 70-74 ára og stökk 2,55 m. Hann deildi 6. sætinu með öðrum keppenda.

15. ágúst

Hafsteinn Óskarsson (ÍR) keppti í 800m hlaupi en þurfti því miður að hætta eftir 400m vegna meiðsla. Berglind Rós Bjarnadóttir (UMSS) keppti í kúluvarpi í flokki kvenna 50-54 ára og kastaði 9,58 m. sem var hennar fyrsta kast og hafnaði hún í 23. sæti.

18. ágúst

Fríða Rún Þórðardóttir (ÍR) keppti í 10 km hlaupi í flokki 50-54 ára kvenna. Hún hljóp á tímanum 39:39 mín. og hafnaði í 6. sæti. Hennar ársbesti tími er 39.18 mín sem hefði dugað henni í 5. sæti.

19. ágúst

Jón Bjarni Bragason (Breiðablik) keppti í kringlukasti í flokki karla 50-54 ára. Hann kastaði 45,19 m. og hafnaði í 9. sæti. Hann var því aðeins einu sæti og 20 cm. frá úrslitum. Berglind Rós keppti í kringlukasti og kastaði 23,09 sem er besti árangur hennar á árinu og hafnaði hún í 16. sæti.

20. ágúst

Fríða Rún keppti í 8 km víðavangshlaupi en hún hljóp á tímanum 32:57 mín. og hafnaði í 9. sæti.

22. ágúst

Jón Bjarni keppti í lóðkasti, hann kastaði 17,35 m. og hafnaði í 7. sæti. Sama dag keppti Fríða Rún í 1500m hlaupi og hljóp á tímanum 5:25,18 mín. en það kom henni í úrslit sem fram fóru laugardaginn 24. ágúst.

24. ágúst

Fríða keppti í úrslitunum í 1500m hlaupi og hljóp á tímanum 5:13,47 mín. sem er bæting á hennar eigin aldursflokkameti um 2 sek. í flokki 50-54 ára kvenna og hafnaði hún í 12. sæti. Sama dag keppti Jón Bjarni í úrslitum í sleggjukasti og hafnaði í 2. sæti er hann kastaði 47,32 m. Hann var að taka þátt í kastþraut og endaði í 9. sæti í heildina með 3419 stig. Pétur Sturla Bjarnason keppti í hálfu maraþoni í flokki karla 40-45 ára. Hann hljóp á tímanum 1:18,07 klst. og hafnaði í 22. sæti

Úrslit mótsins eru að finna hér.

Penni

2

min lestur

Deila

Bæting á eigin aldursflokkameti á HM í eldri aldursflokkum

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit