Evrópumeistaramótið undir 18 ára fór fram í Banská Bystrica í Slóvakíu í vikunni. Þar tóku þær Birna Jóna Sverrisdóttir (ÍR), Eir Chang Hlésdóttir (ÍR) og Ísold Sævarsdóttir (FH) þátt. Ísold bætti aldursflokkametið í sjöþraut í flokki 16-17 ára stúlkna með meyja áhöldum. Hún hafnaði í fimmta sæti með 5643 stig.
Hægt er að lesa nánar um það hér.
Hera Christensen (FH) bætti eigið aldursflokkamet í kringlukasti á Unglingamóti HSK í vikunni er hún kastaði 52,66 m. Fyrra met hennar var 52,02 m. Einnig keppti hún í Svíþjóð á Malmö Throws Invitational 1 þann 20. júlí og hafnaði þar í 7. sæti með kasti upp á 49,53 m. Úrslit mótsins má finna hér. Daginn eftir keppti hún á Malmö Throws Invitational 2 og kastaði þar 50,49 m. Úrslit mótsins má finna hér.
Kastmót Breiðabliks var haldið föstudaginn 20. júlí. Úrslit mótsins má finna hér.
Framundan
Helgina 27.-28. júlí fer Meistaramóts þrennan fram í Kaplakrika þ.e. MÍ í fjölþrautum, MÍ í 10.000m og MÍ í eldri aldursflokkum.
Næstu mót:
Dagsetning | Mót | Staðsetning |
---|---|---|
27.-28. júlí | MÍ í fjölþrautum, MÍ í 10.000m og MÍ í eldri aldursflokkum | Kaplakriki |
31. júlí | Adidas Boost hlaupið | Reykjavík |
1.-11. ágúst | Ólympíuleikarnir | París |
2.-4. ágúst | Unglingalandsmót UMFÍ | Borgarnes |
10.-11. ágúst | Norðurlandameistaramót U20 | Danmörk |