VIKAN: Flottur árangur í vikunni

Penni

2

min lestur

Deila

VIKAN: Flottur árangur í vikunni

Baldvin Þór Magnússon (UFA) sigraði 5km götuhlaup á The Podium Home Nations í Bute Park, Cardiff á tímanum 13:47 mín.

Hægt er að skoða úrslit mótsins hér.

HM í eldri aldursflokkum

Fimmtudaginn 22. ágúst keppti Jón Bjarni Bragason (Breiðablik) í lóðkasti í flokki M50 er hann kastaði 17,35 m. og hafnaði í 7. sæti. Sama dag keppti Fríða Rún Þórðardóttir (ÍR) í 1500m hlaupi í flokki W50 og hljóp á tímanum 5:25,18 mín. sem kom henni í úrslit sem fram fóru laugardaginn 24. ágúst. Í úrslitunum hljóp hún á tímanum 5:13,47 mín. sem er bæting á hennar eigin aldursflokkameti um 2 sek. í flokki 50-54 ára kvenna og hafnaði hún í 12. sæti. Sama dag keppt Jón Bjarni í úrslitum í sleggjukasti og hafnaði í 2. sæti er hann kastaði 47,32 m. Hann var að taka þátt í kastþraut og endaði í 9. sæti í heildina með 3419 stig.

Hægt er að skoða úrslit mótsins hér.

Slúttmót Selfoss

Slúttmót Selfoss fór fram miðvikudaginn 21. ágúst og kepptu þar krakkar frá átta ára og yngri og upp í 14 ára. Um fjörtíu keppendur frá fjórum liðum tóku þátt. Hægt er að skoða úrslit mótsins hér.

Akureyrarmót UFA og Kjarnafæði Norðlenska

Benedikt Gunnar Jónsson (ÍR) bætti aldursflokkametið í flokki 15 ára pilta í kúluvarpi með 5 kg kúlu á Akureyrarmóti UFA og Kjarnafæði Norðlenska um helgina þegar hann kastaði henni 14,33 m. Um 150 íþróttamenn kepptu á mótinu frá 12 félögum. Hægt er að skoða úrslit mótsins hér.

Framundan

Heimsmeistaramót U20 fer fram dagana 27.-30. ágúst í Lima í Perú. Þær Hera Christensen (FH) og Eir Chang Hlésdóttir (ÍR) keppa fyrir Íslandshönd. Hera keppir í kringlukasti þriðjudaginn 27. ágúst kl. 18:00 og Eir í 400m hlaupi miðvikudaginn 28. agúst kl 16:05.

Nánar um það hér.

Næstu mót

DagsetningMótStaðsetning
26.-31. ágústHeimsmeistaramót U20Lima, Perú
28.-29. ágústBætingarmót Selfoss (lokað mót)Selfossvöllur
28. ágústÁgúst kastmót ÍRÍR völlur
29. ágústHleðsluhlaupiðReykjavík
30. ágústKastþraut Óla Gumunds.Selfossvöllur

Penni

2

min lestur

Deila

VIKAN: Flottur árangur í vikunni

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit