HM U20 hefst á morgun og er í Lima í Perú. Þar munu þær Hera Christensen (FH) og Eir Chang Hlésdóttir (ÍR) keppa fyrir Íslands hönd.
Hera keppir í kringlukasti á morgun, 27. ágúst. Hún er í kasthópi B og keppir kl. 18:00 á íslenskum tíma. Lágmarkið í kringlukasti er 49,00 m. og náði hún lágmarkinu í byrjun febrúar er hún kastaði 49,68 m. Síðan þá hefur hún kastað átta sinnum yfir lágmarkið og bætt aldursflokkametið í greininni fimm sinnum. Hera hefur tekið þátt í fjórum landsliðsverkefnum á árinu og verður HM U20 hennar fimmta verkefni.
- Kringlukast I 51,38 m. I 6. sæti I Evrópubikarkastmótið í Leiria
- Kringlukast I 47.83 m. I 9. sæti I NM í Malmö
- Kringlukast I 47.29 m. I 4. sæti I Smáþjóðameistaramótið í Gíbraltar
- Kringlukast I 50.62 m. I 1.sæti I NM U20 í Danmörku
Úrslitin í kringlukasti eru kl. 21:29 á íslenskum tíma á miðvikudaginn 28. ágúst
Eir keppir í 400m hlaupi kl. 16:05 á íslenskum tíma miðvikudaginn 28. ágúst. Hún náði lágmarkinu á NM í Malmö í byrjun sumars er hún hljóp á tímanum 55,01 sek. sem er hennar besti árangur í greininni. Lágmarkið inn á mótið er 55,40 sek. Eir hefur tekið þátt í fjórum landsliðsverkefnum á árinu og verður HM U20 hennar fimmta verkefni.
- 400m og 200m I 55,01 sek. og 24,46 sek. I 11. sæti og 5. sæti I NM í Malmö
- 200m I 25,67 sek. I 6.sæti I Smáþjóðameistaramótið í Gíbraltar
- 400m I 56,18 sek. I 17. sæti I EM U18 í Banska Bystrica
- 400m og 200m I 55,56 sek. og 24.30 sek. I 3.sæti og 1. sæti I NM U20 í Danmörku
Undanúrslitin eru sama dag kl. 22:45 á íslenskum tíma og úrslitin eru fimmtudaginn 29. ágúst kl. 23:45 á íslenskum tíma.
Hægt er að fylgjast með úrslitum í rauntíma hér.