„Við gætum ekki verið stoltari“ – segja fyrirliðar íslenska landsliðsins í frjálsíþróttum eftir öruggan sigur í 3. deild Evrópubikars í gær

Penni

3

min lestur

Fólk í frétt

Deila

„Við gætum ekki verið stoltari“ – segja fyrirliðar íslenska landsliðsins í frjálsíþróttum eftir öruggan sigur í 3. deild Evrópubikars í gær

Eftir öruggan sigur Íslands í 3. deild Evrópubikars landsliða í frjálsíþróttum, þar sem liðið tryggði sér sæti í 2. deild eftir tvö ár, ræddum við við fyrirliðana Ernu Sóleyju Gunnarsdóttur og Baldvin Þór Magnússon um árangurinn, andann í hópnum og einstaka stemningu í íslenska liðinu.

Hvernig líður ykkur núna þegar ljóst er að Ísland hefur unnið 3. deildina og fer því upp um deild?

Erna: Bara stórkostlega! Við erum ofboðslega stolt af þessu.

Baldvin: Það er miklu skemmtilegra að vera í 2. deild heldur en í 3. deild. Það er alveg klárt.

Hvernig hefur verið að fylgjast með þessum frábæra árangri sem liðið hefur náð á mótinu?

Erna: Þetta hefur verið æðislegt – svo mikið af Íslandsmetum og persónulegum bætingum. Við gætum ekki verið stoltari af íþróttafólkinu okkar. Þetta hafa verið tveir frábærir dagar.

Baldvin: Ég var í stúkunni allan daginn í gær og það var nóg að fylgjast með! Ótrúlega gaman að sjá hve vel öllum gekk – þetta hefur verið frábært.

Það hlýtur að vera einstakt að vera fyrirliðar svona glæsilegs hóps – hvað viljið þið segja um íslenska liðið í ár?

Baldvin: Þetta hefur verið virkilega skemmtilegur hópur. Mikið stuð í stúkunni og flottur liðsandi – allir leggja sig fram og vinna saman að sameiginlegu markmiði. Það var klárt markmið að komast upp um deild og allir lögðu sig fram til að ná því.

Erna: Takk fyrir að vera æðisleg og gera ykkar besta – við gætum ekki beðið um betri hóp. Þetta hefur verið ótrúlega skemmtilegt.

Má segja að stemmingin í hópnum hafi verið góð, bæði innan vallar og utan?

Bæði: Já, algjörlega!

Erna: Það eru margir ungir í hópnum og við erum mjög spennt að fylgjast með hvernig þeim mun ganga í framtíðinni.

Er eitthvað sem stendur sérstaklega upp úr frá þessum tveimur dögum?

Erna: Liðsandinn! Við fáum sjaldan að keppa í svona liðamótum í frjálsum, þannig að það var geggjað að vera hluti af þessu liði.

Baldvin: Mér fannst líka gaman hvað sigurinn var aldrei í hættu. Við vissum hvert við vorum að fara – upp!

Einstakur liðsandi og frábær stemming hjá íslenska hópnum á Evrópubikar í ár

Við þökkum Ernu Sóleyju og Baldvini Þór kærlega fyrir spjallið og óskum þeim, og íslenska liðinu, innilega til hamingju með árangurinn og sigurinn í 3. deild Evrópubikars.

Sjá má ítarlega umfjöllun um gengi íslenska liðsins á Evrópubikar hér og hér.

Penni

3

min lestur

Fólk í frétt

Deila

„Við gætum ekki verið stoltari“ – segja fyrirliðar íslenska landsliðsins í frjálsíþróttum eftir öruggan sigur í 3. deild Evrópubikars í gær

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit