Vetrarkastmótið alveg að bresta á

Penni

2

min lestur

Deila

Vetrarkastmótið alveg að bresta á

Hið árlega Vetrarkastmót (e. European Throwing Cup) fer fram um næstu helgi, dagana 15.-16. mars, í Nicosia á Kýpur. Vetrarkastmótið hefur verið haldið síðan 2001 og markar upphaf utanhússtímabilsins hjá kösturum álfunnar. Á mótinu er keppt í fullorðinsflokki og flokki U23.

Ísland á allajafna nokkra keppendur á mótinu og á því verður engin breyting í ár þar sem fjórir íslenskir keppendur munu taka þátt sem öll eru með lágmark inn á mótið.

Guðni Valur Guðnason

Guðni Valur mun keppa í kringlukasti á mótinu en hann er Íslandsmethafi í greininni, en Íslandsmet hans er 69,35 frá því í september 2020. Guðni Valur var meðal keppenda á Vetrarkastmótinu í fyrra og endaði þar í 5. sæti með kast upp á 60,82 m.

Guðni Valur á Evrópumeistaramótinu í Róm síðastliðið sumar

Hilmar Örn Jónsson

Hilmar Örn keppir í sleggjukasti á mótinu en hann á Íslandsmetið í greininni sem er 77,10 m og er það frá því í ágúst 2020. Hilmar Örn keppti einnig á Vetrarkastmótinu í fyrra og endaði þar í 19. sæti með kast upp á 69,22 m.

Hilmar Örn á Evrópumeistaramótinu í Róm síðastliðið sumar

Erna Sóley Gunnarsdóttir

Erna Sóley keppir í kúluvarpi á mótinu en hún á Íslandsmetið í greininni sem er 17,91 m (utanhúss) og er frá því íjúní 2024. Erna Sóley var meðal keppenda á Vetrarkastmótinu í fyrra og endaði þar í 8. sæti með kast upp á 16,74 m.

Erna Sóley á Evrópumeistaramótinu í Róm síðastliðið sumar

Hera Christensen

Hera keppir í kringlukasti á mótinu í flokki U23. Hera á best 52,67 m og er það aldursflokkamet í flokki 19 ára. En þessi árangur hennar er einnig fjórði besti árangur íslenskrar konu í kringlukast frá upphafi. Hera keppti á Vetrarkastmótinu í fyrra og lenti þar í 6. sæti með kast upp á 51,38 m.

Hera á Norðurlandameistaramótinu í Malmö síðastliðið vor

Penni

2

min lestur

Deila

Vetrarkastmótið alveg að bresta á

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit