Langhlaupanefnd FRÍ hefur gert eftirfarandi breytingar á landsliði Íslands í götuhlaupum 2025 sem mun taka þátt í Evrópumeistaramótinu í götuhlaupum, sem haldið verður í fyrsta sinn í ár, og fer fram í Brussel/Leuven í Belgíu 12.-13. apríl nk. Keppt verður í maraþoni, hálfmaraþoni og 10 km götuhlaupi.
Eftirtaldir hlauparar skipa landsliðið:
Karlar
- Maraþon – Sigurjón Ernir Sturluson (FH)
- Maraþon – Kristján Svanur Eymundsson (Fjölnir)
- Hálfmaraþon – Arnar Pétursson (Breiðablik)
- 10 km götuhlaup – Stefán Kári Smárason (FH)
- 10 km götuhlaup – Hlynur Andrésson (ÍR)
Konur
- Maraþon – Hulda Fanný Pálsdóttir (FH)
- Maraþon – Elín Edda Sigurðardóttir (ÍR)
- Hálfmaraþon – Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir (UFA)
- 10 km götuhlaup – Andrea Kolbeinsdóttir (ÍR)
- Varamaður – Íris Dóra Snorradóttir (FH)
Fararstjórn verður í höndum langhlaupanefndar FRÍ.
Nánari upplýsingar um hlaupin og mótið er að finna hér.