Sigþóra og Baldvin Íslandsmeistarar

Penni

< 1

min lestur

Deila

Sigþóra og Baldvin Íslandsmeistarar

Í dag fór fram Meistaramót Íslands í hálfu maraþoni samhliða Akureyrarhlaupinu. Það var Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir (UFA) sem kom fyrst í mark í hálfu maraþoni kvenna. Hún kom í mark á tímanum 01:20:43. Í öðru sæti var Íris Dóra Snorradóttir (FH) á tímanum 01:25:30 og Linda Heiðarsdóttir (ÍR) í því þriðja á tímanum 01:33:29.

Í hálfu maraþoni karla var það Baldvin Þór Magnússon (UFA) sem kom fyrstur í mark á tímanum 1:08:48. í öðru sæti var Arnar Pétursson (Breiðablik) á tímanum 1:09:16 og í þriðja sæti var Guðmundur Daði Guðlaugsson (FH) á tímanum 01:14:54.

Heildarúrslit mótsins má finna hér..

MÍ í 10km

Þann 6. júlí fer fram Meistaramót Íslands í 10 km götuhlaupi samhliða Ármannshlaupinu. Opið er fyrir skráningu fram að ræsingu en forskráningarafsláttur gildir fram að miðnætti sunnudaginn 3. júlí. Forskráningarverð er 3.000 krónur. Þátttökugjald hækkar upp í 4.000 kr. frá og með 4. júlí.
Skráning og nánari upplýsingar um mótið má finna hér.

Penni

< 1

min lestur

Deila

Sigþóra og Baldvin Íslandsmeistarar

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Dæmi um leit