Norðurlandameistaramótið í fjölþrautum fer fram í Gautaborg í Svíþjóð helgina 14.-15. júní.
Þangað fara fjórir íslenskir keppendur:
- Ísold Sævarsdóttir – FH – Sjöþraut U20
- Júlía Kristín Jóhannesdóttir – Breiðablik – Sjöþraut kvenna
- María Helga Högnadóttir – FH – Sjöþraut kvenna
- Hjálmar Vilhelm Rúnarsson – Selfoss – Tugþraut U18
Þjálfarar í ferðinni verða Bogi Eggertsson og Rúnar Hjálmarsson.
Sjúkraþjálfari verður Alexander Pétur Kristjánsson.
Fararstjóri verður Soffía Svanhildar Felixdóttir.
Heimasíðu mótsins má sjá hér.
Hægt verður að skoða startlista og úrslit hér.