Næstkomandi miðvikudag, 19. mars, fer Mottumarshlaup Krabbameinsfélagsins fram á bæjarmörkum Reykjavíkur og Kópavogs. Þetta er í annað sinn sem hlaupið fer fram en var þátttakan í fyrra virkilega góð og fór fram úr björtustu vonum.
Um er að ræða 5 km FRÍ vottað hlaup sem ræst verður í Fagralundi í Kópavogi og hlaupið um Fossvogsdalinn.
Dagskráin hefst kl. 17:30 og hlaupið er svo ræst kl. 18:00.
Skráning fer fram á netskraning.is og er þátttökugjaldið 5000 kr fyrir 12 ára og eldri (Mottumarssokkar fylgja með) og 1500 kr fyrir yngri en 12 ára (Mottumarsbuff fylgir með). Hægt er að skrá sig alveg fram að ræsingu hlaupsins.