00:00

Skráning á Kids’ Atletics daginn á netskraning.is

Meistaramót Íslands í maraþoni með ævintýrablæ

Penni

< 1

min lestur

Deila

Meistaramót Íslands í maraþoni með ævintýrablæ

Meistarmót Íslands í maraþoni fer fram í Haustmaraþoni Félags maraþonhlaupara þann 26.október í Elliðaárdal. Keppt er um titilinn Íslandsmeistari í kvenna og karlaflokki, en auk þess gefst tækifæri til þess að bæta í hnappagatið íslandsmeistaratitli í aldursflokki. Keppt er um íslandsmeistaratitla í flokknum 18-39 ára, 40-49 ára, 50-59 ára, 60-69 ára, 70-79 ára, 80-89 ára og 90 ára eldri. 

Meistaramótið í maraþoni er haldið sem hluti af Haustmaraþoni Félags maraþonhlaupara og eru því allir íslenskir ríkisborgarar sem skráðir eru til leiks undir merki aðildarfélags gjaldgengir til íslandsmeistaratitils. Tryggingarmiðstöðin er dyggur stuðningsaðili við framkvæmd Meistaramótsins, en Félag maraþonhlaupara býður samkvæmt venju jafnframt upp á hálft maraþon sem einnig er vottað af FRÍ. 

Samfara Meistaramótinu verður boðið upp á Fjölskylduhlaup TM sem er ætlað yngri hlaupurum.  Hlaupinn er skemmtilegur 2km hringur í Elliðaárhólmanum, frítt er í Fjölskylduhlaup TM og fá allir þátttakendur glaðning að loknu hlaupi. Skráning og þar með hlaupanúmer er forsenda þess að fá afhentan glaðning. Við hvetjum alla til að skrá sig og njóta þess að hlaupa í þessum skemmtilega viðburði. 

Skráning í þessa viðburði fer fram á www.netskraning.is

Penni

< 1

min lestur

Deila

Meistaramót Íslands í maraþoni með ævintýrablæ

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit