Meistaramót Íslands 11-14 ára fer fram í Kaplakrika helgina 8.-9. febrúar nk.
Skráning keppenda fer fram í ÞÓR, mótaforriti FRÍ, og skal skráningum skilað inn eigi síðar en á miðnætti mánudaginn 3. febrúar.
Keppnigreinar mótsins eru skv. reglugerð FRÍ:
Pilta- og stúlknaflokkar 11-12 ára, fjölþrautarfyrirkomulag:
- Fyrri dagur: 60m, 400m og hástökk.
- Seinni dagur: Langstökk, kúluvarp, 4x200m blandað boðhlaup.
Pilta- og stúlknaflokkar 13-14 ára:
- Fyrri dagur: 60m, 600m, kúluvarp, langstökk.
- Seinni dagur: 60m grind, hástökk, þrístökk, 4x200m boðhlaup.
Drög að tímaseðli verða birt í mótaforritinu ÞÓR, en endanlegur tímaseðill verður birtur fimmtudaginn 6. febrúar.
Áhorfendasvæði er allt svæði utan keppnissvæðisins og annarra svæða sem notað er fyrir keppendur og starfsfólk. Veitingasala verður á svæðinu og verður hún staðsett í opnu svæði áður en gengið inn í frjálsíþróttasalinn.
Frjálsíþróttadeild FH mun bjóða upp á gistingu í Setbergsskóla á meðan MÍ 11-14 ára stendur, en skólinn er í u.þ.b. 1 km fjarlægð frá Kaplakrika. Verð er 1500 kr. fyrir nóttina, ekki er boðið upp á svefndýnur en þjálfarar og foreldrar greiða ekki fyrir gistingu en munu þess í stað hjálpa við gæslu og þrif. Einnig er boðið upp á matarpakka 2x morgunmatur og kvöldmatur á 6000 kr.
Frekari upplýsingar um mótið, gistinguna og matarpakkana er að finna í boðsbréfi mótsins.