Kynnumst frjálsíþróttakonu ársins: Kúluvarparinn Erna Sóley Gunnarsdóttir. „Það stendur alltaf upp úr að keppa á Ólympíuleikunum.“

Penni

2

min lestur

Deila

Kynnumst frjálsíþróttakonu ársins: Kúluvarparinn Erna Sóley Gunnarsdóttir. „Það stendur alltaf upp úr að keppa á Ólympíuleikunum.“

Kúluvarparinn knái úr ÍR, Erna Sóley Gunnarsdóttir, var valin frjálsíþróttakona ársins fyrr í mánuðinum eftir heldur betur frábært ár. Við kíktum á æfingu til hennar í vikunni og tókum smá viðtal við hana.

Til hamingju með titilinn frjálsíþróttakona ársins, heldur betur verðskuldað eftir frábært og eftirminnilegt ár. Hvernig líður þér svona í lok árs þegar þú lítur yfir árið 2024?

„Mér finnst bara geggjað að fá þessa viðurkenningu fyrir ótrúlega gott ár hjá mér. Maður getur oft verið rosalega neikvæður þegar maður horfir til baka yfir árið og hugsað „ohh ég vildi að ég hefði gert þetta og ég vildi að ég hefði gert þetta“ og þá er gott að fá viðurkenningu og vita bara að ég er frekar ánægð með það sem ég gerði og ég bara fagna því hvað ég gerði og gera bara betur næst.“

Hvernig var að keppa á Íslandsmeistaramótum, Norðurlandameistaramótum, Evrópumeistaramótum, heimsmeistaramóti og Ólympíuleikum á einu og sama árinu? Já og setja Íslandsmet?

„Heyrðu það var bara mikið að gera hjá mér í ár. Það voru fullt af mótum, ótrúlega gaman, mikið af ferðalögum og alveg ofboðslega skemmtilegt að gera svona mikið á einu ári og vera bara í fullri dagskrá allt árið. Ótrúlega skemmtilegt.“

Hvað stendur upp úr hjá þér á árinu?

„Ég myndi segja Íslandsmeistaramótið var ótrúlega skemmtilegt. Ég er alltaf bara að hugsa hvað var lengsta og besta kastið mitt. En það stendur alltaf upp úr að keppa á Ólympíuleikunum. Það var alveg langskemmtilegast, æðislegt að fá að upplifa það.“

Hvernig ganga æfingar?

„Mjög vel. Ég hef ekki lyft svona mikið í mjög langan tíma og er algjörlega komin í gott stand og get bara ekki beðið eftir að keppa aftur.“

Hvernig ertu stemmd fyrir komandi keppnistímabil?

„Það verður rosa gaman að keppa aftur í janúar og sjá líka hvernig öðrum gengur og hafa gaman og njóta þess að vera í frjálsum.“

Hvað er svo framundan hjá þér?

„Framundan er bara að byrja að keppa í janúar. Ég ætla að byrja á Stórmóti ÍR og síðan eru það Reykjavíkurleikarnir og allskonar skemmtileg mót. Það verður full dagskrá hjá mér á innanhússtímabilinu þannig að ég get ekki beðið eftir að byrja.“

Viðtalið við Ernu Sóley má horfa á hér í heild sinni.

Penni

2

min lestur

Deila

Kynnumst frjálsíþróttakonu ársins: Kúluvarparinn Erna Sóley Gunnarsdóttir. „Það stendur alltaf upp úr að keppa á Ólympíuleikunum.“

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit