Kynnumst frjálsíþróttafólkinu okkar: Hlauparinn og Íslandsmethafinn Baldvin Þór Magnússon. “Tilfinningin að koma yfir línuna, og sérstaklega líka að vinna hlaupið, var svo góð tilfinning”

Penni

3

min lestur

Deila

Kynnumst frjálsíþróttafólkinu okkar: Hlauparinn og Íslandsmethafinn Baldvin Þór Magnússon. “Tilfinningin að koma yfir línuna, og sérstaklega líka að vinna hlaupið, var svo góð tilfinning”

Það er óhætt að segja að hápunktur frjálsíþróttakeppni Reykjavíkurleikanna síðastliðið mánudagskvöld hafi verið Íslandsmet Baldvins Þórs Magnússonar (UFA) í 1500 m hlaupi. En hann bætti eigið Íslandsmet í 1500 m um tæpa eina og hálfa sekúndu þegar hann kom fyrstur í mark á tímanum 3:39,67.

Við hittum Baldvin daginn eftir mótið og tókum við hann stutt viðtal um líðan hans eftir mótið og hvað sé framundan hjá honum.

Jæja Baldvin hvernig er líðanin svona daginn eftir Íslandsmet?

„Hún er bara mjög góð. Bara mjög spenntur fyrir framhaldinu. Þetta var svo skemmtilegt í gær að maður þarf aðeins að ná sér niður og róa sig niður. En líðanin er mjög góð“.

Getur þú líst því fyrir okkur sem aldrei höfum sett Íslandsmet, hvernig tilfinning það er að bæta slíkt met?

„Það er rosalega skemmtilegt. Sérstaklega í gær. Ég gerði þetta líka í fyrra og þetta var alveg ótrúlega svipað. Ég kíkti aðeins á klukkuna þegar það voru 400 m eftir og sá bara alveg að þetta væri möguleiki hérna. Ég bjóst ekki alveg við því að bæta það um svona mikið miðað við hvað ég sá þegar það voru 400 m eftir. En tilfinningin að koma yfir línuna, og sérstaklega líka að vinna hlaupið, var svo góð tilfinning“.

Mig langar svo að spyrja að einu, ég tók eftir að um leið og þú komst í mark í gærkvöldi þá kom til þín ungur strákur og bað um eiginhandaráritun, hvernig líður þér með það að vera fyrirmynd ungra krakka og unglinga sem líta upp til þín sem íþróttamanns?

„Það er alveg frábært. Þetta er örugglega hraðasta eiginhandaráritun nokkurn tímann, bara kláraði hlaupið og beint í að gefa eiginhandaráritun. En þetta er alveg frábært og bara hafa krakkana vera að fylgjast með, það gefur manni mjög mikið“.

Hvernig líður þér með síðastliðið ár, þar sem þú setur Íslandsmet í 1500 m hlaupi innan-og utanhúss, Íslandsmet í 5000 m og keppir á fjölda móta? Og er eitthvað sem stendur upp úr á árinu?

„Ég held að RIG í bæði skiptin standi upp úr, bara upp á upplifunina. En maður setur svo háar væntingar á sig að maður gleymir aðeins að taka inn það sem maður er að gera. Ég er búinn að bæta mig mikið á þessu ári, þannig að þetta var gott ár.“

Þetta ár fer svo heldur betur vel af stað hjá þér! Íslandsmet í 3000 m hlaupi fyrir 9 dögum og Íslandsmet í 1500 m hlaupi í gær, hvaða þýðingu hefur það fyrir þig að tímabilið hefjist svona vel?

Það er gott. Ég átti ekkert það gott haust í keppnum en ég vissi að æfingar voru að ganga mjög vel. Núna er þetta að smella vel saman í keppnum og ég vissi að þetta myndi smella vel saman þegar ég færi aftur að keppa á braut af því að formið er gott. En það er bara gott að það sé líka í alvörunni að gerast, það er alveg munur á því að halda að það gerist og trúa að það gerist og svo að það gerist í raun og veru“.

Hvað er svo framundan hjá þér á tímabilinu?

„Ég mun keppa á NM í 3000 m hlaupi og ég er að reyna að stilla því upp til að fara hratt, vonandi tekst það.“

Nú ertu ansi nálægt því að ná lágmarkinu inn á EM innanhúss sem fram fer í Hollandi núna snemma í mars, hvernig ertu stemmdur fyrir að ná því lágmarki?

„Ég held að ég sé bara mjög vel stemmdur fyrir því. Ég hljóp á 7:45 fyrir nokkrum vikum og er tilbúinn að fara hraðar.“

Horfa má á viðtalið við Baldvin hér og hér.

 

 

 

Penni

3

min lestur

Deila

Kynnumst frjálsíþróttafólkinu okkar: Hlauparinn og Íslandsmethafinn Baldvin Þór Magnússon. “Tilfinningin að koma yfir línuna, og sérstaklega líka að vinna hlaupið, var svo góð tilfinning”

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit