Krakkaleikarnir á Selfossi

Penni

2

min lestur

Deila

Krakkaleikarnir á Selfossi

Laugardaginn 12. október fóru Krakkaleikarnir fram í fyrsta sinn í Lindexhöllinni á Selfossi. Krakkaleikarnir byggja á Kids‘ Athletics prógrammi Alþjóða frjálsíþróttasambandsins.

Krakkafrjálsar (e. Kids‘ Athletics) er prógramm frá Alþjóða frjálsíþróttasambandinu sem hefur það að markmiði að koma börnum og unglingum um allan heim á hreyfingu! Krakkafrjálsar nota kraft og skemmtun frjálsíþrótta til að hvetja börn og unglinga til að vera virk, efla færni sína og sjálfstraust og tengjast íþróttinni fyrir lífstíð. Markmiðið er einnig að búa til alþjóðlega hreyfingu sem setur börn og unglinga í hjarta íþróttarinnar og frjálsíþróttir í hjarta lýðheilsu.

Krakkafrjálsar eru eitt af stærstu grasrótarþróunarverkefnum íþróttaheimsins og hefur verkefnið verið í gangi frá árinu 2002. Árið 2021 var það endurskoðað og uppfært og gert aðgengilegt á vef Alþjóða frjálsíþróttasambandsins með það að markmiði að ná til ennþá fleiri barna og unglinga

Krakkafrjálsar hafa verið innleiddar hjá fleiri en 100 aðildarfélögum og hafa þær náð til meira en 13 milljón barna og unglinga um allan heim. 

Krakkafrjálsar eru þróaðar af þjálfurum, kennurum og ungu fólki um allan heim og bjóða upp á einstaklega skemmtilega og hvetjandi íþróttaupplifun fyrir börn og unglinga á aldrinum 4 til 14 ára.

Gildi krakkafrjálsra eru virðing, þrautseigja, vinátta og stolt.

Það var flottur hópur hressra íþróttakrakka sem tók þátt í Krakkaleikunum núna á laugardaginn og það var ekki að sjá annað en að öll hafi skemmt sér vel. Íþróttaálfurinn mætti á svæðið og stýrði upphitun áður en keppnin sjálf hófst, og náði hann upp góðri stemmingu hjá krökkunum. Svo hófust leikar og gleðin og keppnisskapið tók völd. Krakkarnir tóku þátt í sjö frjálsíþróttagreinum sem margar voru settar upp á nýjan og skemmtilegan hátt. Tekið var þátt í grindaboðhlaupi, langstökki, kraftkast, 50 m spretthlaupi, þrístökksboðhlaupi, skutlukasti og fimm mínútna hringhlaupi.

Svo í lokin var verðlaunaafhending þar sem viðurkenningarskjöl fyrir þátttökuna voru afhent og allir hópar fengu allsherjar lófaklapp fyrir flottan árangur og mikla gleði.

Eftir verðlaunaafhendinguna var svo skellt í myndatöku með framtíðar frjálsíþróttastjörnunum okkar og landliðsfólki í frjálsíþróttum, en þau mættu galvösk til starfa á Krakkaleikunum. Það var einstaklega gaman að sjá landliðsfólkið okkar taka þátt í þessum viðburði og fylgjast með þeim hvetja og spjalla við krakkana, örugglega ýmis góð frjálsíþróttaráð sem fóru þar á milli.

Krakkaleikarnir á Selfossi voru vonandi bara fyrstu Krakkaleikarnir af mörgum og er það stefna og von FRÍ að gera þá að reglulegum viðburði um land allt og gera krakkafrjálsum hátt undir höfði með allskyns fræðslu-og kynningarefni.

Hægt er að skoða myndir frá Krakkaleikafjörinu hér.

Penni

2

min lestur

Deila

Krakkaleikarnir á Selfossi

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit