Meistaramót Íslands 11-14 ára fór fram um helgina á ÍR-vellinum í Breiðholti og voru það heimamenn sem unnu stigakeppni félagsliða. ÍR-ingar hlutu 915 stig, í öðru sæti voru FH-ingar sem hlutu 643,5 stig og Ármenningar urðu í þriðja sæti með 508,5 stig.
Greinilegt að unga íþróttafólki er í flottu formi svona í upphafi sumars þar sem á mótinu voru hvorki fleiri né færri en 396 persónulegar bætingar, það er virkilega vel gert. Auk þessa þá voru sett átta mótsmet.
| Met | Ernir Páll Kristjánsson | BBLIK | 2012 | Mótsmet | 6:59,21 | 2000 metra hlaup pilta 13 ára | ||
| Met | Guðjón Steinar Árnason | ÍR | 2011 | Mótsmet | 45,80 | 300 metra grind (76,2 cm) pilta 14 ára | ||
| Met | Sigurður Ari Orrason | ÍR | 2011 | Mótsmet | 9,83 | 80 metra hlaup pilta 14 ára – Undanúrslit | ||
| Met | Sveit ÍR | ÍR | 2011 | Pb., Mótsmet | 49,48 | 4×100 metra boðhlaup pilta 14 ára | ||
| Met | Auður Alice Jónsdóttir | FH | 2012 | Mótsmet | 46,44 | 300 metra hlaup stúlkna 13 ára | ||
| Met | Elenóra Ósk Bjarnadóttir | BBLIK | 2012 | Mótsmet | 8:01,19 | 2000 metra hlaup stúlkna 13 ára | ||
| Met | Eyrún Svala Gustavsdóttir | BBLIK | 2011 | Mótsmet | 1,58 | Hástökk stúlkna 14 ára | ||
| Met | Sonja Björt Birkisdóttir | ÍR | 2012 | Mótsmet | 50,44 | 300 metra grind (76,2 cm) stúlkna 13 ára |
Við óskum ÍR-ingum innilega til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn sem og öllu þessu unga og efnilega íþróttafólki til hamingju með árangurinn sinn.
Úrslit mótsins má sjá hér.
Myndir frá mótinu má sjá á Flickr síðu FRÍ