ÍR-ingar Íslandsmeistarar 11-14 ára

Penni

< 1

min lestur

Deila

ÍR-ingar Íslandsmeistarar 11-14 ára

Það var ekki aðeins okkar fremsta frjálsíþróttafólk sem var að keppa um helgina heldur einnig okkar unga og efnilega íþróttafólk þar sem Meistaramót Ísland 11-14 ára fór fram um helgina í Kaplakrika.

Mikil stemming var í Krikanum og ekki annað að sjá en að gleðin hafi verið við völd, og ekki lét árangurinn á sér standa, en það voru hvorki meira né minna en 888 persónulegar bætingar á mótinu. Greinilegt að æfingar vetrarins eru að skila sér. Virkilega vel gert!

Sett voru tvö mótsmet á mótinu. Daníel Már Ólafsson (HHF) bætti mótsmetið í þrístökki pilta 13 ára þegar hann stökk 9,85 og Sigurður Ari Orrason bætti mótsmetið í 60 m hlaupi þegar hann hljóp á 7,61 sek.

Það voru ÍR-ingar sem sigruðu heildarstigakeppnina en þau hlutu 505 stig, í öðru sæti urðu FH-ingar með 459,5 stig og í þriðja sæti Ármenningar með 411,5 stig.

Óskum öllum keppendum til hamingju með sinn frábæra árangur.

Heildarúrslit mótsins má sjá hér.

Myndir frá mótinu eru komnar inn á Flickr síðu FRÍ.

Penni

< 1

min lestur

Deila

ÍR-ingar Íslandsmeistarar 11-14 ára

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit