Frjálsíþróttaáhugafólki ætti ekki að leiðast í mars, enda nóg framundan í þessum mánuði bæði innanlands og erlendis og fyrir alla aldurshópa.
Á fimmtudaginn, 6. mars, hefst Evrópumeistaramótið innanhúss, og stendur það til sunnudagsins 9. mars. Í ár fer EM fram í Apeldoorn í Hollandi, og eigum við Íslendingar þrjá keppendur.
- Daníel Ingi Egilsson (FH) keppir í langstökki.
- Forkeppnin í langstökki karla fer fram á fimmtudagskvöldið 6. mars kl. 19:30 að íslenskum tíma (20:30 að staðartíma).
- Úrslitin í langstökki karla fara svo fram föstudagskvöldið 7. mars kl. 19:34 að íslenskum tíma (20:34 að staðartíma).
- Erna Sóley Gunnarsdóttir (ÍR) keppir í kúluvarpi.
- Forkeppnin í kúluvarpi kvenna fer fram laugardaginn 8. mars kl. 9:50 að íslenskum tíma (10:50 að staðartíma).
- Úrslitin í kúluvarpi kvenna fara svo fram sunnudaginn 9. mars kl. 16:52 að íslenskum tíma (17:52 að staðartíma).
- Baldvin Þór Magnússon (UFA) keppir í 3000 m hlaupi.
- Undanriðlar í 3000 m hlaupi karla fara fram laugardaginn 8. mars kl. 11:45 að íslenskum tíma (12:45 að staðartíma).
- Úrslitin í 3000 m hlaupi karla fara svo fram sunnudagskvöldið 9. mars kl. 15:50 að íslenskum tíma (16:50 að staðartíma).
Fimmtudaginn 6. mars fer fram Mattamót 3 í Laugardalshöllinni kl. 18:00-20:00.
Helgina 15.-16. mars er komið að Vetrarkastmótinu (e. European Throwing Cup), en það fer fram í Nicosia á Kýpur. En á því móti er keppt bæði í flokki fullorðinna sem og U23. Nánari frétt um Vetrarkastmótið og íslensku keppendurnar kemur þegar nær líður að mótinu.
Laugardaginn 15. mars fara Héraðsleikar HSK fram í Lindexhöllinni á Selossi en þeir eru fyrir krakka á aldrinum 7-10 ára, sem eru félagar í aðildarfélögum HSK, og hefst mótið kl. 11:00.
Sama dag, laugardaginn 15. mars, fer Héraðsmót HSK fram í Lindexhöllinni á Selfossi. Mótið er fyrir félaga í aðildarfélögum HSK og hefst mótið kl. 13:30.
Miðvikudagskvöldið 19. mars kl. 18:00 fer Mottumarshlaup Krabbameinsfélagsins fram á bæjarmörkum Kópavogs og Reykjavíkur, í Fossvoginu. Um er að ræða 5 km vottað FRÍ hlaup.
Heimsmeistaramótið innanhúss fer fram í Nanjing í Kína dagana 21.-23. mars. Nánari fréttir um það mót koma þegar líður á mánuðinn.
Í lok marsmánaðar, dagana 23.-30. mars, fer Heimsmeistaramót eldri aldursflokka innanhúss fram í Flórída í Bandaríkjunum.