Júlí er heldur betur viðburðarríkur mánuður í frjálsíþróttunum, með fjölbreyttum mótum og götuhlaupum bæði hérlendis og erlendis. Hér er yfirlit yfir það helsta sem framundan er. Nánari fréttir um stærstu mótin í júlí koma þegar nær dregur hverju móti.
2. júlí – 5. Sumarmót ÍR – ÍR völlurinn, Reykjavík
2. júlí – Aukakrónuhlaup Ármanns – Meistaramót Íslands í 10 km – Reykjavík
3. júlí – Akureyrarhlaup Mizuno og atNorth – Meistaramót Íslands í hálfu maraþoni – Akureyri
5.–6. júlí – Bikarkeppni FRÍ – Sauðárkrókur
6. júlí – Bikarkeppni FRÍ 15 ára og yngri – Sauðárkrókur
6. júlí – Sumarhátíð UÍA – Egilsstaðir
12.–13. júlí – Sumarleikar HSÞ – Laugar
15.–16. júlí – Héraðsmót HSK – Selfoss
17.–20. júlí – Evrópumeistaramót U23 – Bergen, Noregur
20.–26. júlí – Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar (EYOF) – Skopje, Norður-Makedónía
26.–27. júlí – Norðurlandameistaramót U20 – Uppsala, Svíþjóð
Það ætti engum frálsíþróttaunnanda að leiðast þennan mánuðinn og hvetjum við öll að vera dugleg að mæta á völlinn og hvetja frjálsíþróttafólk og hlaupara áfram í sínum keppnum.