Glæsilegur árangur á Meistaramóti Íslands

Penni

3

min lestur

Deila

Glæsilegur árangur á Meistaramóti Íslands

Þrjú mótsmet féllu á Meistaramóti Íslands sem fór fram í Laugardalshöll um helgina. Það voru Ármenningar sem voru með mótstjórn og stóðu sig stórkostlega, umgjörð og skipulag til fyrirmyndar.

Kristján Viggó Sigfinnsson setti mótsmet í hástökki karla er hann stökk 2,20 metra í fyrstu tilraun sem er jöfnun á aldursflokkameti í 18-19 ára flokki. Með þessum árangri er Kristján annar besti í heiminum í sínum aldursflokki ásamt þremur öðrum. Þetta stökk var einnig stigahæsta afrek karla á mótinu og hlaut hann 1090 stig fyrir afrekið.

Tiana Ósk Whitworth og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir settu mótsmet í 60m hlaupi kvenna komu jafnar í mark á tímanum 7,47 en Guðbjörg hafði betur á sjónarmun. Þetta hlaup var stigahæsta afrek kvenna og hlutu þær 1061 stig.

Í 4x200m boðhlaupi setti sveit ÍR mótsmet en sveitina skipuðu þeir Bergur Sigurlinni Sigurðsson, Sæmundur Ólafsson, Helgi Björnsson og Dagur Fannar Einarsson. Tíminn hjá sveitinni var 1:30,24.

Ísold Sævarsdóttir setti aldursflokkamet í 60m grindahlaupi (84 cm) er hún kom þriðja í mark á tímanum 9,13 sek. Hún varð einnig Íslandsmeistari í 400 metra hlaupi og hljóp á tímanum 57,20. Ísold er fædd árið 2007 og er framtíðin björt hjá þessari ungu og efnilegu stelpu.

Aníta Hinriksdóttir keppti í 800 og 1500 metra hlaupi og sigraði hún bæði hlaupin örugglega. Í 800 metra hlaupi kom hún í mark á 2:08.20 en ársbesti árangur hennar er 2:05,20 mín. Í 1500 metra hlaupi kom hún í mark á 4:45,51 mín. 

Ólympíufarinn og kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason bætti sinn persónulega árangur í kúluvarpi karla er hann kastaði 18,88 metra og sigraði hann í kúluvarpi karla. Nú styttist í fyrstu kringlukast keppni Guðna en það er European Throwing Cup sem fram fer í Portúgal eftir tvær vikur.

Það voru FH-ingar sem urðu Íslandsmeistarar félagsliða og hlutu 69 stig. Í öðru sæti voru ÍR-ingar með 37 stig og Breiðablik í því þriðja með 20 stig. Þau sigruðu einnig karla- og kvennaflokkinn. 

Heildarúrslit mótsins má finna hér.

Myndir má finna hér. 

Penni

3

min lestur

Deila

Glæsilegur árangur á Meistaramóti Íslands

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit