Gamlárshlaup ÍR 2024

Mynd tekin af heimasíðu ÍR, www.ir.is

Penni

< 1

min lestur

Deila

Gamlárshlaup ÍR 2024

Hið víðfræga götuhlaup, Gamlárshlaup ÍR, fer fram núna á gamlársdag, þriðjudaginn 31. desember. Gamlárshlaupið er fastur liður hjá mörgum hlaupurum og ekki amalegt að enda árið á þessu skemmtilega og litríka hlaupi, þar sem margir mæta í sínu skemmtilegasta pússi.

Hlaupið er 10 km og er ræst á Sæbrautinni fyrir utan Hörpuna stundvíslega kl. 12. Veitt verða verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin í karla-og kvennaflokki og auk þess verða veitt verðlaun fyrir fyrsta sæti í aldursflokkum karla og kvenna. Svo verða einnig veitt verðlaun fyrir skemmtilegustu búningana og dregin út glæsileg útdráttarverðlaun.

Gamlárshlaup ÍR er FRÍ vottað hlaup og er 10 km hlaupið framkvæmt samkvæmt reglum Frjálsíþróttasambands Íslands og viðurkennt af sambandinu til skráningar úrslita á afrekaskrá. Hlaupaleiðin er mæld samkvæmt stöðlum World Athletics.

Auk 10 km hlaupsins verður einnig er boðið upp á 3 km skemmtiskokk en á því verður ekki tímataka.

Skráning er í fullum gangi á netskraning.is og stefnir í hörkuskráningu og mjög skemmtilegt og fjörugt hlaup.

Sjá nánar um Gamlárshlaup ÍR hér.

Penni

< 1

min lestur

Deila

Gamlárshlaup ÍR 2024

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit