Fyrirlestur og verkleg kennsla með Andrea Uberti mánudaginn 25. nóvember í Kópavogi

Penni

< 1

min lestur

Deila

Fyrirlestur og verkleg kennsla með Andrea Uberti mánudaginn 25. nóvember í Kópavogi

Mánudaginn 25. nóvember nk. býður FRÍ upp á fyrirlestur og verklega kennslu með Andrea Uberti. Viðburðurinn mun fara fram í Kópavogi kl. 17-21, fyrirlesturinn verður í Smáranum (fundasal á efri hæð) og verklega kennslan verður í frjálsíþróttasalnum í Fífunni. Fyrirlesturinn verður milli 17 og 19 og í framhaldi af því er verkleg kennsla og tími fyrir spurningar. Boðið verður upp á léttar veitingar.

Andrea er ítalskur frjálsíþróttaþjálfari með mikla reynslu í þjálfun spretthlaupa, grindahlaupa og þraut. Í dag er hann m.a. að þjálfa langstökkvarann Birnu Kristínu Kristjánsdóttur.

Andrea er level 4 IAAF þjálfari í spretthlaupum, boðhlaupum og grindahlaupum, level 4 þjálfari í millivegalengdar-og langhlaupum frá ástralska frjálsíþróttasambandinu og sérfræðingur í fjölþrautaþjálfun frá ítalska frjálsíþróttasambandinu.

Hann hefur m.a. þjálfað Atletica Brescia á Ítalíu, sem eru samfelldir Ítalíumeistarar árin 2019-2024. Auk þessa þá hefur hann þjálfað í Ástralíu, Kúbu, Svíþjóð, Sviss og á Spáni. Hann hefur undandarin ár þjálfað þrjá ítalska grindahlaupara sem hafa keppt á alþjóðavettvangi og þ.ám Elenu Carraro sem varð ítalskur U23 meistari í 100 m grindahlaupi, vann silfur á EM U23 í Finnlandi 2023 og á ítalska meistaramótinu.

Áherslan hans í fyrirlestrinum og verklegu kennslunni verður á grindahlaup og mun hann fara yfir lykilþætti í slíkri þjálfun og fara yfir æfingar sem tengjast því, en engu að síður eru þetta tækniæfingar sem nýtast í fleiri greinum. Auk þess verður farið inn á “speed endurance”.

Þátttaka í viðburðinum er þjálfurum og félögum að kostnaðarlausu en nauðsynlegt er að skrá sig þannig að við áttum okkur á fjöldanum sem mun mæta.

Við hvetjum alla þjálfara/iðkendur sem hafa áhuga á að skrá sig á viðburðinn hér.

Penni

< 1

min lestur

Deila

Fyrirlestur og verkleg kennsla með Andrea Uberti mánudaginn 25. nóvember í Kópavogi

Skrifstofa

Engjavegur 6, 104 Reykjavík

Netfang

fri@fri.is

Sími

+354 514 4040

Search

Dæmi um leit