Evrópumeistaramótið innanhúss er í fullum gangi þessa dagana en það fer fram dagana 6.-9. mars í Apeldoorn í Hollandi. Það eru þrír íslenskir keppendur sem taka þátt í ár og þeirra á meðal er hlauparinn Baldvin Þór Magnússon en hann keppir í 3000 m hlaupi á EM í ár. Þetta er hans fyrsta Evrópumeistaramót innanhúss en Baldvin Þór keppti á sínu fyrsta stórmóti árið 2021 þegar hann keppti í 5000 m hlaupi á Evrópumeistaramóti U23. Hans fyrsta stórmót í fullorðinsflokki var heimsmeistaramótið innanhúss í Belgrad þar sem hann keppti í 3000 m hlaupi.
Baldvin Þór er margfaldur Íslandsmethafi í millivegalengdarhlaupum og langhlaupum, bæði á braut (innan-og utanhúss) og götu.
- 1500 m hlaup innanhúss – 3:39,67 mín
- 1500 m hlaup utanhúss – 3:39,90 mín
- 1 míla innanhúss – 3:59,60 mín
- 3000 m hlaup innanhúss – 7:39,94 mín
- 3000 m hlaup utanhúss – 7:49,68 mín
- 5000 m hlaup innanhúss – 13:58,24 mín
- 5000 m hlaup utanhúss – 13:20,34 mín
- 5 km götuhlaup – 13:42,00 mín
- 10 km götuhlaup – 28:51,00 mín
Besti árangur Baldvins Þórs í 3000 m innanhúss er 7:39,94 mín frá því 9. febrúar sl.
Besti árangur Baldvins Þórs á tímabilinu er 7:39,94 mín frá því 9. febrúar sl.
Hvernig undirbýrð þú þig fyrir svona stórmót? Einhver munur á því og að undirbúa sig fyrir önnur mót?
„Erum aðeins búin að breyta til nokkrum æfingum. Erum búin að vera að reyna virkilega að vinna í svona hraðabreytingum, þannig að ég er kannski að taka kílómeter eða 600 m á góðum hraða, kannski svona 5 km pace og svo virkilega reyna að bæta í hraðann síðustu 200 eða 400 m. Vera tilbúinn fyrir tatktískt hlaup. bara æfa það virkilega að gefa í þannig að við erum að æfa fyrir þetta hlaup.”
Hvernig ertu stemmdur fyrir EM?
„Bara mjög vel stemmdur. Búið að vera mjög gott tímabil þannir að ég er að koma inn á þetta mót bara mjög sterkur og í góðu formi þannig að ég er mjög spenntur fyrir þessu. Ég er búinn að leggja mikið á mig til að komast hingað og ætla að gera mitt besta.”
Ertu búinn að setja þér einhver markmið fyrir EM?
„Já þetta er frábær tími til að vera 3000 m hlaupari í Evrópu þannig að þetta er ekkert smá sterkt hlaup. Þegar ég horfi á startlistann þá er bara einn sem ég á engan séns í þannig að ég ætla svona að reyna að halda því allan tímann sem ég er á mótinu. Halda því þegar það er mjög mikilvægt til að vera confident þá vil ég vera confident.”
Ertu með rútínu á keppnisdegi sem þér finnst hjálpa þér að komast í gírinn?
„Eiginlega ekkert sérstakt. Einhverskonar blanda af því að hvíla mig og tala við einhverja og bara halda jafnvægi og kannski bara nóg af koffíni.”
Baldvin Þór keppir í undanriðlum í 3000 m hlaupi laugaradaginn, 8. mars, kl. 11:45 að íslenskum tíma.
Viðtalið við Baldvin Þór má sjá hér.
Sýnt verður frá 3000 m hlaupinu á RÚV og RÚV2.
Tímaseðil Evrópumeistaramótsins má sjá hér.